About Gudmundsdottir

Ég get ómögulega ábyrgst að þú ekki farir að gráta því þú hefur fengið svo mikinn aulahroll. Ég get heldur ekki ábyrgst að þú móðgist ekki eða pissir í buxurnar af hneykslan. .. ég ætla að skrifa flestum stundum bara það sem mér er hugleikið þá stundina. Ég hef síðan tröllatrú á því að fólk hafi rétt á, og geri það reyndar ótt og títt, að skipta um skoðun.

Stundum atvikast þetta svona í búðinni

Alltaf, um leið og ég er komin inní matvörubúð, bara umleið og ég er búin að taka körfu og komin inn fyrir hliði fer ég á einskonar átópælot. Ég dett út svolítið og er eiginlega ekki með alvöru rænu, get eiginlega ekki haldið uppi samræðum OG týnt vörur í körfu. Þessvegna eru innkaupalistar mjög mikilvægir,

2017-01-08T17:04:08+01:008. janúar 2017|Categories: Lífið og tilveran|0 Comments

Pælingar um tímann

Reyndar er tíminn ekki til, svona í hinu stærra samhengi. Tíminn er manngerð mælieining og tíminn er afstæður. Tíminn er ekki til hjá Alheiminum tildæmis, því allt er að gerast núna, allt er að gerast í einu. Yfirgripismikil pæling, ég veit. Samt satt.

Er í lagi fyrir mig að breyta tímanum. S.s ákveða sjálf hvaða klukku

2017-01-03T22:57:09+01:004. janúar 2017|Categories: Pælingar|Tags: , |0 Comments

Sérpantaðir ullarsokkar

Um daginn fékk ég pöntun á tvo ullarsokka. Þeir voru handa ömmu og afa ungs manns, sem býr hér í Kóngsins, en amma hans og afi búa í Noregi. Ég veit ekki hvort þau eru norsk, en hann valdi að litirnir ættu að vera litirnir í norska og íslenska fánanum, s.s hvítur, blár og rauður.

Þar

2016-12-24T09:32:03+01:0026. desember 2016|Categories: Prjón|0 Comments

Gleðileg jól

Systur skreyttu tréð hér fyrr í mánuðinum.

Sú eldri sá eiginlega aðallega um það og tréð hefur aldrei litið eins vel út og það gerir í ár. Það eru á því rauðar, bleikar og silfraðar kúlur, nokkrir svona litlir jólakallar og svo nokkur fleiri skraut.

2017-01-17T13:55:11+01:0023. desember 2016|Categories: Jól|0 Comments

Garnstassið, upptalning þess og yfirferð

Ég er komin með þetta! Ég þurfti bara að viðra þetta við ykkur og þá kom það.

Ég mun gera þetta eftir vigt. Þannig að ég mun setja upp heildarvigt alls garnsins sem tilheyrir þessu verkefni, sem hefur staðið yfir í eitt ár nú þegar, og draga svo frá það sem verður að heilli flík. Þannig

2017-01-17T13:55:11+01:0021. desember 2016|Categories: Garn|0 Comments

Missjón possibúl

Ég held að fólk í gamla, gamla daga hafi lyktað ferlega illa. Svona miðað við skort á baðastöðu. Ég held það hafi lyktað sérstaklega illa undir höndunum og í miðjunni, þú veist, þarna þar sem karlinn stingur í samband á konunni.

Að öðru, nefnilega innihaldi eldhússkápanna minna.

Þegar ég byrjaði fyrst að búa var ég frekar gjörn

2017-01-17T13:55:11+01:0023. nóvember 2016|Categories: Lífið og tilveran|2 Comments

Ef fólk bara vissi hvað Eiginmaðurinn er að gera í vinnunni

Eiginmaðurinn er yfirkokkur á stað hér í borg þar sem borinn er fram svo hipp og kúl matur að gestirnir ráða sér varla. Allir að tala um þetta og veitingastaðir í sama flokki koma, óboðnir, og ræna matseðlinum og kópera allt frá rúgbrauðssúpunni sem borin er fram í handgerðri leirskál til myndanna sem settar eru

Vofan ómögulega

Það er nú bara dauðaþögn hérna inni alla daga. Þvílíkt drep. Á myndinni er Bína að fara með sinn eigins dúkkuvagn með dúkkunni sinni í, sem í daglegu tali er kölluð Beibí, út í búð. Hún nennti auðvitað ekki að labba alla leiðina með bévítans dúkkuvagninn (heyra mátti, ef hlustað var mjög vel að við

2017-01-17T13:55:11+01:001. nóvember 2016|Categories: Pælingar|0 Comments

Sprengjan í mörgum myndum

Í tilefni af afmæli eldri dóttur okkar þá er ekki úr vegi að skoða hana aðeins. Þó svo að ég hafi verið 3 vikur að koma mér að því að skrifa póstinn þá er 21. október samt smá tengdur henni. Hún átti nefnilega að koma í heiminn 21.október. Hún kom því 3 vikum „of snemma“

2017-01-17T13:55:11+01:0021. október 2016|Categories: Lífið og tilveran|Tags: |0 Comments

Leyndarmálið

Ég er eiginlega hálf móðguð að þið, æstir aðdáendur mínir, hafið ekki verið í bandi og lýst yfir forvitni ykkar yfir leyndarmálinu sem ég sagði ykkur frá að ég byggi yfir… hverskonar aðdáendur eruð þið eiginlega?

Mér er spurn!

Er þetta kannski útaf því að það er mígandi langt síðan ég sagðist eiga leyndarmál (var samt í

2017-01-17T13:55:11+01:0029. september 2016|Categories: Lífið og tilveran|0 Comments

Stundum kíkir kona bara vitlaust á klukkuna

Muniði þann 29.ágúst þessa árs.. þá fyrir u.þ.b 3 vikum síðan sagði ég frá því að hér hefði dottið inn svakalega gott veður og að við hefðum alveg skundað niður á strönd til að missa ekki af síðasta tækifærinu til þess. Í stuttu máli hefur verið berleggja-veður síðan og þessi mynd er ekki tekin í

Tékka inn

Bara aðeins að tékka inn mínir ástkæru áhangendur. Fyrir ykkur sko, svo þið fáið ekki svaka áhyggjur af því að sá brunnur  visku og hnyttni sem ég virðist búa yfir sé nú fyrir alvöru og lífstíð, tómur.

Neinei krakkar mínir,  þetta er allt í ferli eins og meistari Guð segir, allt er eins og það á að vera.

2016-09-09T08:50:15+02:009. september 2016|Categories: Lífið og tilveran|0 Comments

Trampólín, síðasta skólaárið byrjað, ég í kokkafötum og fleira

2016-08-09 07.42.27

Og þá á ég barn í síðasta bekk í grunnskóla. Hér heitir sá bekkur 9.bekkur. Hann á að sækja um framhaldsnám núna rétt eftir áramót. Honum fannst hvorki töff né kúl að ég hafi viljað taka mynd af  honum á fyrsta skóladeginum á síðasta ári

Ber í borginni

Ég held að það sé komið haust krakkar, í alvöru! Í fyrradag ætlaði ég varla að trúa mínu eigins nefi þegar ég fann haustlykt í loftinu. Ekki svo áberandi lykt en var nóg til að ég fékk haust á tilfinninguna.

Nóg um það.

Við fórum að sækja Frumburðinn á völlinn á föstudaginn. Ég reyndi auðvitað að festa

Bara svona eitt og annað og hitt og þetta

Fór út að labba með kroppinn í gærmorgun og heyrði á tal móður við son sinn, sem hefur verið svona 5 ára. Hún sagði: “ hver gang man vælger noget, fravælger man noget andet“

Eða: „Í hvert sinn sem maður velur eitthvað, hafnar maður einhverju öðru“.

Ég hef aldrei hugsað um þetta svona. Eða þú veist, ég

2017-01-17T13:55:12+01:003. ágúst 2016|Categories: Lífið og tilveran|0 Comments

Nýju augun mín

Allt í rétta átt í heilsunni og til að fagna því (eða til þess að staðfesta það) þá brá ég mér út af sófanum, út fyrir húsið og alla leið í metró niðurá Amagerbrogade. Beitan var nýju gleraugun mín.

Ég hef sagt það hér áður held ég örugglega, en það var orðið þannig í vetur einhverntíma

2016-07-30T21:32:19+02:0030. júlí 2016|Categories: Pælingar|Tags: , , |0 Comments
Go to Top