Ég held að fólk í gamla, gamla daga hafi lyktað ferlega illa. Svona miðað við skort á baðastöðu. Ég held það hafi lyktað sérstaklega illa undir höndunum og í miðjunni, þú veist, þarna þar sem karlinn stingur í samband á konunni.

Að öðru, nefnilega innihaldi eldhússkápanna minna.

Þegar ég byrjaði fyrst að búa var ég frekar gjörn á að kaupa of mikið og þurfa svo að henda helling af útrunnum mat. Eftir því sem liðið hefur á tíman hefur þetta breyst, ég kaupi ekki eins mikið bara “eitthvað” sem ég mögulega þarf að nota einhverntíma.

Ég geri matarlista í hverri viku, en hann er langt frá því að vera heilagur og ég hef aldrei í mínu lifanda lífi gert innkaupalista og einungis keypt það sem stóð á honum, hjá mér virkar það bara ekki, ég er oft að lenda í því að um leið og ég sé hlut í búðinni þá man ég að hann vantar. Innkaupamiðinn er ekki yfirmaðurinn minn og þessvegna þarf ég ekki að hlýða honum, hann getur ekki rekið mig, en ég get  hinsvegar krumpað hann saman og hent honum beint í tunnuna.

Róleg yfir miðanum…dsjísss..

Það sem hefur verið að blunda í mér hinsvegar síðustu ár, og það vita ábyggileg þeir sem lesa hér reglulega, eða blunda.. meira hef ég veri andsetin af pælingunni um hvað ég á að vera að borða og hvað ekki. Ég er algjörlega yfirskrifuð af því hvað “má og má ekki” samkvæmt fjölmiðlum og internetinu. Já, já, ég veit það er best að borða sittlítið af öllu, allt í hófi og svona. Og ég geri það líka. Við borðum allar fæðutegundir og aldrei skyndibita, eða nánast aldrei. Allt alltaf eldað frá grunni.

Stundum lendi ég þessvegna í því, bæði þegar ég fer í búð og þegar ég geri matarplanið fyrir vikuna, að detta í “NÚ!!!hh ætla ég að taka þetta föstum tökum” og byrja að skrifa niður allskonar hluti (eftir ítarlega rannsókn á internetinu) á innkaupalistann og henda hinu og þessu óvæntu í innkaupakörfuna í búðinni. Hluti eins og svört hrísgrjón (í alvöru…), hrásykur, borlotti baunir, amaranth, stevíu, hrísmjöl, möndluhveiti og villta hrísgrjónablöndu með linsum í. Yfirleitt nær þetta svo ekkert lengra en uppí skápana hjá mér. Ég hef aldrei farið lengra með algjöra matarkúvendingu en uppí skáp hjá mér. Ég er bara ennþá að raða í mig nammi og hveiti.

Missjón possibúl

Þetta gengur að sjálfsögðu ekki til lengdar og þessvegna hef ég ákveðið að hefjast handa við að nota allt þetta sem er uppí skápunum mínum svona systematískt, svo ég þurfi ekki að henda því. Ég fæ alltaf pínu hræðslukast þegar ég segist ætla að gera eitthvað svona, því ég er ekki góð í að standa við hluti, en ég er reyndar bráðum búin að vera í heilt ár með eitt svona verkefni, en það er verkefnið “að prjóna úr öllu garninu sem ég á, sem er fáránlega mikið”. Ég hef þegar prjónað 10 og hálfa peysu, 5 sjöl og eitthvað fleira. Allt þetta á meðan ég vinn yfir 100% vinnu og sé um 4 börn. Já húrra fyrir hversu ótrúlega fjölhæf og klár ég er.

Missjón possibúl er þá viðbótarverkefni sem ég held að muni bæði hjálpa mér að klára úr skápunum, dæma hvort mér finnst matvaran góð og hvort ég vilji kaupa hana aftur og ég mun örugglega læra að elda eða baka eitthvað nýtt.

Þessvegna er hér tæmandi listi yfir hvað er í skápunum hjá mér. Fyrst mynd af því.

i-skapunum-er

Hillan bognar alveg, það er svo mikið í henni. Allt í krukku nánast. Eftir mölflugu eppisódann hér um árið þá hef ég aldrei allt bara í pakkningunni í skápunum. Ég fæ ennþá martraðir útaf þessu og bregður ólýsanlega þegar ég sé alltí einu eitthvað skordýr. Ekkert djók sko.

i-skapunum-er-2

Og fyrir neðan hilluna er framhald.

Og hér er tæmandi listi yfir það sem er í skápunum:

 • hörfræ
 • múslí
 • heilhveiti
 • múslí í poka
 • brún hrísgrjón
 • hrásykur
 • köku kakó
 • steiktur laukur
 • haframjöl
 • jasmín grjón
 • grautargrjón
 • lasagne plötur
 • rasp
 • sykur
 • gróft haframjöl
 • nýrnabaunir
 • graskersfræ
 • valleprotein dufft
 • makkarónur
 • takkóskelja
 • borlotti baunir
 • fínt spelt
 • gróft spelt
 • möndluflögur
 • möndluhveiti
 • rautt quinoa
 • kókosmjöl
 • sesamfræ
 • kúskús
 • amaranth
 • hveitiklíð
 • kókoshveiti
 • raw kakó
 • kakósmjör
 • kakónibbur
 • grjón venjuleg
 • tahin
 • kakó í heitan kakódrykk
 • svört grjón
 • grjónablanda m. linsum í (..hvað var ég að hugsa)
 • chiafræ
 • kjúklingabaunir
 • heslihnetur
 • brasilíuhnetur
 • lakkrísrót, kurluð
 • sólblómarfæ
 • birkifræ
 • möndlur
 • rauður matarlitur
 • valhnetur
 • pekanhnetur
 • ósaltaðar jarðhnetur (ógisslega vondar)
 • pasta
 • hindberjaryk
 • stevia
 • sykur
 • hrísmjöl
 • kamillute
 • jurtate
 • kamillute (annað)
 • fljótandi reykur (liquid smoke) bragðefni held ég
 • sambal olek
 • síróp
 • hlynsíróp
 • epla og mangó mauk
 • hrísblöð
 • pítubrauð, alveg 15 stykki

Niðursuðudósir

 • rauðar nýrnabaunir
 • svartar baunir
 • súrkál
 • kjúklingabaunir
 • kókosmjólk
 • nýrnabaunir lífrænar
 • chipotlets (.. dunno, eitthvað í sambandi við chilli)

Ég er að íhuga að byrja á kókoshveitinu, er eiginlega búin að finna eina uppskrift að bananabrauði með kókoshveiti í, þarf nefnilega að nota gamla banana líka.

Kleinur

Kleinur í þessu landi eru bara jóla. Og þær eru svolítið eins og kex, ekki svona mjúkar eins og við eigum að venjast.

Heyrði svo hjá vinkonu minni um daginn sögu af því að einhverstaðar er það þannig að kleinur eru steiktar til, ég veit það ekki.. heiðurs konu þegar hún byrjar á túr og að þær séu svona í laginu því þær minni á píku. Má ekki bjóða þér píku með kaffinu?

Mér finnst þetta náttúrulega óhemju fyndið. Hverjum dettur svona í hug og er alvar meðða? Væl af hlátri.

Ég steikti kleinur í gamni mínu hér um daginn og ég veit það ekki, þetta meikar kannski alveg smá sens, útlitið á þeim?

kleina-eda-pika

Frumburðurinn spurði í dag hvernig húmor ég væri með. Hvort ég væri með rasista húmor eða svartan húmor kannski, og ég get ekki sagt að ég sé með þannig húmor. Hinsvegar typpi, píka og prump er minn bolli af te. Ef ég spái í því aðeins þá finnst mér það meira töff húmor heldur en minnihlutahópagrín og svona.. ég veit það ekki, aulahrolls/vandræðalegt og niðurlægjandi grín, eða bara allir íslenskir grínþættir nema Heilsubælið og Saugstofan.