Ég er komin með þetta! Ég þurfti bara að viðra þetta við ykkur og þá kom það.

Ég mun gera þetta eftir vigt. Þannig að ég mun setja upp heildarvigt alls garnsins sem tilheyrir þessu verkefni, sem hefur staðið yfir í eitt ár nú þegar, og draga svo frá það sem verður að heilli flík. Þannig lendi ég ekki í neinum vanda með afganga og talningu á dokkum, plötum, hönkum og hnyklum.

Heildarfjöldi dokka, hanka og plata er 574 stykki. Ekki tæmandi tala samt yfir það sem er á öllu heimilinu af garni!

Ég t.d datt í það um daginn og keypti 20 stykki 100 gramma ólitaða hanka, sem ég ætla að lita. Það er ekki með í þessari tölu.. ætti það að vera með?… Nei, það ætti það ekki, því þetta er sérstakt missjón sem ég er á.

Var ég annars búin að segja þér söguna af því?

Sko, það var þannig þegar ég var nýbúin að eiga Bjútíbínu og var með hana á túttunni allan daginn alla daga, að ég sat svo mikið kjur og hugurinn fékk að viðra sig alveg óhemlað. Þá fékk ég hugmyndina um að opna vefverslun og selja garn.

Með mjólkurheila af verstu gerð, týndi ég mér ég glorífæuðum framtíðarplönum um frama, frægð og fé í tonnatali. Hélt að það myndi taka minni tíma að annast smáveruna sem saug frá mér allt sem ég hafði að gefa. Sem ég skil ekki að ég hafi haldið, því ég hafði áður átt 3 börn, þar af tvö bara með rétt rúmu árs millibili og hafði þá s.s mörg lítil börn í langan tíma í minni umsjá, löngu áður en hún kom til.

Númm, í mjólkurþokunni og algjörlega órökrænum pælingum um lífið og tilveruna og í tótal “mömmu-ástandi” – ákvað ég að opna búðina. Setti vefinn upp sjálf og pungaði út fyrir garni.

Löng saga stutt

Ég hafði ekkert pening til að láta þetta gerast almennilega og fyrir einhverja merkilega tilviljun þá fór bara vefhönnununarferill minn af stað á undan mér – það og að ég var jú enn 4 barna móðir gerði að ég hafði hvorki fé né tíma og ákvað, þegar mjólkurþokunni hafði lyft að fara áfram með vefhönnunina, fyrst það var ástæðan fyrir að ég gat keypt að éta handa okkur, á móti því að ég var ekki að græða á því að selja garnið.

Til þess að draga upp betri mynd af þessu fyrir þig, þá bý ég í 100 fermetrum með 4 krakka. Tvö yngri, 10 og 3 ára saman í herbergi, tvö eldri sér í herbergi og við hjúin sofum í stofunni. Hér er ekkert veggpláss eftir og oftar en ekki verður að fjarlægja einn hlut til að komast að öðrum. T.d í sturtunni, verður að fjarlægja 4 þvottastatíf til þess að komast í hana. 4 þvottastatíf því við erum 6 og það ER mikill þvottur.

Í öllum skúffum og undir öllum rúmum og sófum er plastkassi eða risastórir rennilásapokar með garni. Þannig að það hljómar eins og ógerningur (og er) að geyma einhvern lager af garni. Í augnablikinu er ég mjög fegin að ég ákvað að selja ekki Drops garn, sem ég var annars að spekúlera í að gera, því minnsta fyrsta pöntun frá þeim er 100kg garn! Það hefði tekið upp alla íbúðina og börnin hefðu þurft að tjalda útí garði.

Númm, með allt þetta garn útúm alla íbúð, bókstaflega, og enga vefverslun, þá verð ég að viðurkenna að mér leið eins og algjörum lúser. Minn innri lúser fór reyndar á svo mikla siglingu að ég þorði ekki að láta sjá mig á götum úti.

Ég er ekkert að digga að líða eins og ég sé lúser. Alltof algeng tilfinning að mínu mati, svo í staðinn fyrir að henda garninu (…sem ég myndi ALDREI gera), gefa það eða láta það þjóna tilgangi einangrunar hér heima hjá mér, ákvað ég að snúa þessu tapi uppí sigur. Aðallega svo mér myndi líða eins og minni lúser.

Það var s.s útaf þessu sem ég ákvað að vera á missjóni og prjóna úr öllu draslinu. Ég ákvað þetta fyrir ári og byrjaði formlega í janúar 2016.

Svo, er markmiðið bæði leynt og ljóst, að selja það sem ég geri úr garninu, eða gefa það, nú eða prjóna á sjálfa mig eða aðra meðlimi Félagsbúsins.

Staðan í dag

Það er verstur fjandinn að mér hafi ekki dottið í hug að telja upphaflegt stass, því nú veit ég ekki hvað ég er í alvöru búin með mikið.

En hér er yfirlit yfir stöðuna í dag:

og á þessari síðu er hægt að sjá nákvæman lista.

Hér til hliðar á síðunni verður síðan að finna uppfærslu á því hvernig mér gengur. Ég ætla s.s að vigta allt sem ég geri og setja það þarna inn.

Tölur munu mögulega uppfærast aðeins því ég opnaði eina skúffuna um daginn og komst að því að þar lágu alveg nokkrir boltar af garni sem eiga að vera með í þessu.

Í augnablikinu er þyngd alls garnsins sem ég á eftir 38 kíló og 600 grömm.

Til samanburðar má nefna að ég prjónaði ullarsokka í númerinu 37 og aðra í númerinu 45 og saman vógu þeir 220 grömm…