Systur skreyttu tréð hér fyrr í mánuðinum.

Sú eldri sá eiginlega aðallega um það og tréð hefur aldrei litið eins vel út og það gerir í ár. Það eru á því rauðar, bleikar og silfraðar kúlur, nokkrir svona litlir jólakallar og svo nokkur fleiri skraut.

Íbúðin er jafn hrein og alla aðra daga ársins. Þó skúraði ég með þvílíku offorsi hér áðan að ég braut skaftið!

Í gærkvöldi fórum við Eiginmaður og bróðir hans í ferð í búðirnar til að reyna að gera síðustu jólainnkaupin. Bína framdi gjörning á meðan. Dró alla eldhússtólana og eldhúsbekkinn fram og setti í röð. Endurraðaði öllum púðunum og setti teppi með handklæðum á á gólfið. Böngsum hússtandsins stjórnaði hún svo með harðri hendi, enda með sigti fyrir hatt. Sannkallaður stjórnunarhattur.

Öll síðustu ár hef ég fengið nostralgígju (hvernig stafast þetta orð eiginlega) -köst sem ýmist hafa byrjað bara alveg í nóvember eða byrjun desember og ég hef gert lista og verið með mjög stórar pælingar um það sem betur mætti fara, aðallega í mínu fari, en líka bara í lífinu sem heild. Í ár hef ég ekki fundið fyrir þessu ennþá.

Hef líka alltaf verið komið með svo þokkalegt leið á árinu sem er að líða að ég verð rosa fegin þegar það er búið og er handviss um að nýja árið verið mikið betra, en ég hef það heldur ekkert á tilfinningunni. Mér þykir óttalega vænt um 2016 þó það hafi verið erfitt á ótrúlega margan máta, hefur það líka verið ár vaxtar og uppgötvana.

Ár er líka svo stuttur tími, bar 12 útborganir. Bara 12 sinnum á túr.

Elskurnar. Mér þykir svo vænt um ykkur og óska ykkur svo gleðilegra jóla að ég er næst því að prumpa regnbogum.