Um daginn fékk ég pöntun á tvo ullarsokka. Þeir voru handa ömmu og afa ungs manns, sem býr hér í Kóngsins, en amma hans og afi búa í Noregi. Ég veit ekki hvort þau eru norsk, en hann valdi að litirnir ættu að vera litirnir í norska og íslenska fánanum, s.s hvítur, blár og rauður.

Þar sem amman og afinn eru pínu íhaldssöm, átti ekki að vera neitt munstur á sokkunum og mér fannst eins og þeir gætu alls ekki verið röndóttir, held það hefði verið alltof flippað, þá ákvað ég að hafa þá að mestu einlita, en bæta inní smá lit.

Mér finnst þeir flottir.

Hvað lá mér síðan eiginlega á hjarta?