Alltaf, um leið og ég er komin inní matvörubúð, bara umleið og ég er búin að taka körfu og komin inn fyrir hliði fer ég á einskonar átópælot. Ég dett út svolítið og er eiginlega ekki með alvöru rænu, get eiginlega ekki haldið uppi samræðum OG týnt vörur í körfu. Þessvegna eru innkaupalistar mjög mikilvægir, annars myndi ég annað hvort kaupa bara eitthvað eða hreinlega ekki neitt.

Ég strunsa kannski ekki alveg en ég svona, held áfram. Ég þræði alla gangana og fer sama hringin í kringum ávaxa- og grænmetissvæðið, lendi í mjólkurkælinum og held svo áfram sem leið liggur að frystikistunum og síðast hreinsiefnadeildinni. Nú er ég að lýsa Bilka, sem er hér úti í Fields. Bilka er margir, margir fermetrar að stærð. Kona er aldrei minna en 40 mínútur þar inni.

Númm, þegar kona er með félagsfælni á meðal háu stigi og bakteríu- og veikindafælni á mjög háu stigi og kvíðaröskun og almennan fáránleik, þá getur þetta ferli tekið á.

Stundum er ástandið í hausnum á mér þannig að ég bara get ekki valið hvað á að fara ofaní körfuna, bara eins og það sé ekki samband á milli heila og handa, né stöðu ísskáps eða annarra skápa heima hjá mér. Ég hringi kannski í Eiginmanninn og spyr þokukenndri röddu “öhh.. hva áé a kaupeigilea?” Og eins og honum einum (eða kannski eru allir menn svona?) er lagið svarar (þekkjandi sína konu) “Já, bara þú veist, brauð, mjólk og svoleiðis. Bara það sem vantar. Ok?” – Ég byrja að týna “svoleiðis” og “það sem vantar” í körfu. Hefur btw aldrei endað vel.

Tók nú út fyrir allan þjófabálk hér um helgina þegar ég sveif inní búðina í gær. Þá, í meðallagi góðu standi í haus, lenti ég í því að vera á hinni fyrirfram ákveðnu rútínu um búðina, að ganga framhjá fólki og vera ekki nógu mikið á verði með eigin andadrátt, þannig að mér varð á að draga inn andann á meðan ég gekk í gegnum þennan, samt fámenna, hóp fólks.

Við aðdrátt andans fann ég þessa líka fruntalegu prumpufýlu. Einhver í hópnum hafði svoleiðis látið gossa. Það var bara engu lagi líkt. Ég, í algjörri örvinlan og með alveg galiopin augu en samt með lamað andlit, fór leyftursnöggt yfir það hvað vond prumpulykt gæti þýtt fyrir líkamlegt ástand þess sem prumpaði og hvaða þýðingu smit með því sem væri að hrjá prumparann (sem myndi væntanlega berast með prumpinu, smitið þá), myndi, í versta falli (því þannig hugsa ég), hafa fyrir mig, mína námkomnustu og bara heiminn allan.

Ég komst ekki að neinni alvöru niðurstöðu, en datt óþarflega margt í hug. Mér var hinsvegar svo brugðið við þessa uppákomu og með algjöran viðbjóð yfir því að einhver hafi prumpað svona að ég strunsaði framhjá öllu sem ég ætlaði að kaupa og straujaði beint í hreingerningadeildina, rétt eins og það myndi hreinsa mig af ófögnuðinum.

Ég er ennþá að hugsa um þetta.