Um Skrítinu

Ég get ómögulega ábyrgst að þú ekki farir að gráta því þú hefur fengið svo mikinn aulahroll. Ég get heldur ekki ábyrgst að þú móðgist ekki eða pissir í buxurnar af hneykslan. .. ég ætla að skrifa flestum stundum bara það sem mér er hugleikið þá stundina. Ég hef síðan tröllatrú á því að fólk hafi rétt á, og geri það reyndar ótt og títt, að skipta um skoðun.

Sem eitthvað nýtt (frá janúar 2016) þá eru hér inni á síðunni hekl og prjónaleiðbeiningar sem fyrst voru á síðu sem tengdist garnverslun sem ég rak. Allar leiðbeiningarnar eru skrifaðar af mér og myndir teknar af mér en margar myndir sem settar voru fram fyrir árið 2016 eru merktar www.fjarhusidgarnverslun.is eða www.fjarhusidyarnstore.com. Ég er eigandinn ég bara nenni ekki að setja þessar myndir allar upp aftur. Bara svona.. þúst, til að hafa það á hreinu.

Sem eitthvað ennþá nýrra (frá janúar 2017) hef ég opnað vefverslun á þessum vef, þar sem ég sel það sem ég er að prjóna og handlitað garn. Bara húrra fyrir því að gera eitthvað nýtt oft og mörgu sinnum!

Komment eru þegin!

Vertu í bandi:

kristin@skritin.is