2011
Ég verð nú að segja að Bóndinn eldist afar vel. Ég er ekki að tala um útlitið bara, hann verður alltaf ómótstæðilegur í mínum augum, sama þó hann verði með siginn rass (á samt erfitt með að trúa að það verði nokkurntíma þannig) gráhærður og hrukkóttur með eindæmum. Ég er að meina að hann verður skemmtilegri, vitrari og æðislegri með hverju árinu sem líður, hvernig endar þetta. Með fullkomnun ábyggilega.

Rólegan mysing samt, maðurinn er ekki gallalaus og hef ég, sem ábyrgðar og ábúðarfull Bústýra þruft að skilja efitr hótunar bréf í fataskápnum hans.

Bóndinn hefur núna starfað í tvö ár sem kokkur, gert við afturdekkið á hjólinu sínu 9 sinnum. Allt fyrir neðan gildir ennþá um herra frábæran, nema ég er búin að henda nær öllum bolunum hans.

2008
Þetta er Bóndinn. Hann sér ekki sólina fyrir mér. En þetta á ekki að vera neinn texti um hversu frábær ég er, þó það sé ekki hægt að tala um hann nema nefna hvað ég er mikið æði. Annars þá er það þannig að flest allir ættingjar mínir eru svo hrifnir af honum að ég hef alveg gleymst í þessu samhengi. Enda hefur hann þjónað mér til borðs og sængur meira og betur en flestir sem geta kallað sig eiginmannsefni yfir höfuð.Hér eru nokkrar staðreyndir um manninn:* Hann á 3 vini sem heita Arnar og eru kallaðr Addi
* Hann fór allsber í gegnum Hvalfjarðargöngin með einum þeirra og öðrum vini, mér ber að taka fram að það var ekki bernskubrek heldur gerðist hér í sumar (2008)
* Hann spilar á bongótrommur
* Hann á þúsund og sjö boli sem hann er aldrei í
* Hann er listamaður, en bara í skápnum ennþá
* Hann hefur tekið uppá því að hefja skólagöngu og lærir til kokks
* Hann hefur afrekað að vera tekinn fastur fyrir of hraðan akstur tvisvar á sama deginum
* Hann er síðan frábær, enda kenni ég mig ekki við ófrábært fólk