Ástin. Tóndæmi.

Hefur þú lent í því að vera ástfangin/n af einhverjum og verið í þessu sóni þar sem þú getur eiginlega ekki hugsað um annað, svífur hálfpartinn um, sérð liti ögn skærari en venjulega, ert með eindæmum létt/ur í lund, finnst allt pís of keik, eigin spegilmynd jafnvel viðunandi á köflum.

Allt er einhvernveginn á fullu. Ég

2018-02-05T10:37:36+01:005. febrúar 2018|Categories: Pælingar|0 Comments

Það sem ég hlakka ekki til..

.. er að þurfa alltí einu að elda kannski 4-5 sinnum í viku. Jakk. Mér finnst svo ótrúlega boring að elda. Úff. En vegna þess hvernig vinnutími Eiginmannsins verður þá mun ég neyðast til að bæði elda OG koma börnum í rúmið alveg bara 4-5 daga í viku.

Tvennt af því sem mér þykir hvað leiðinlegast

2017-06-13T15:25:54+02:0013. júní 2017|Categories: Pælingar|0 Comments

Ég hlakka mest til …

… að týna bláber í tærgrænum (nei, ekki skær, heldur liturinn sem kemur á mosann þegar hann er rigningarblautur) mosa, sennilega í stígvélum með húfu og í pollafötum og lopapeysu.

Hlakka meira til þess en að borða berin.

2017-04-21T09:18:51+02:0021. apríl 2017|Categories: Pælingar|0 Comments

Hvert við förum næst

Vatt uppá þessa um daginn. Ok, ég veit að maður segir ekki vatt uppá þegar maður byrjar að prjóna, en kannski er alveg hægt að segjast hafa undið uppá 100 lykkjur, svona í staðinn fyrir að fitja uppá?

Hvað um það.

Tíminn hefur aldrei liðið svona hratt í mínu lífi. Og meira að segja er ég að

2017-04-20T21:25:24+02:0020. apríl 2017|Categories: Pælingar|0 Comments

Óður til vorsins

Sumartíminn er genginn í garð. Við erum þá formlega 2 tímum á undan þér sem býrð á Íslandi.

Ég finn með öllum líkamanum að vorið er komið. Það er sæt, einskonar berjalykt í loftinu, samt með smá þungum keim af, ég veit ekki hverju, blautu tré kannski. Það er meiri stilla í loftinu heldur en hefur verið

2017-03-27T22:32:34+02:0027. mars 2017|Categories: Pælingar|0 Comments

Hugleiðingar um nánustu framtíð

Mynd tekin yfir kanalinn við hliðina á húsinu sem ég bý í.

Meira að segja daninn er farinn að halda að það komi aldrei sumar á þessu ári. Mér liggur við örvæntingu. Þetta skilur þú auðvitað ekki ef þú hefur ekki búið annarsstaðar en á Íslandi. Þú ert ábyggilega alveg bara..öhh, það er marsssshhh! og páskahretið

2017-03-14T21:38:33+01:0014. mars 2017|Categories: Pælingar|0 Comments

Pælingar um tímann

Reyndar er tíminn ekki til, svona í hinu stærra samhengi. Tíminn er manngerð mælieining og tíminn er afstæður. Tíminn er ekki til hjá Alheiminum tildæmis, því allt er að gerast núna, allt er að gerast í einu. Yfirgripismikil pæling, ég veit. Samt satt.

Er í lagi fyrir mig að breyta tímanum. S.s ákveða sjálf hvaða klukku

2017-01-03T22:57:09+01:004. janúar 2017|Categories: Pælingar|Tags: , |0 Comments

Vofan ómögulega

Það er nú bara dauðaþögn hérna inni alla daga. Þvílíkt drep. Á myndinni er Bína að fara með sinn eigins dúkkuvagn með dúkkunni sinni í, sem í daglegu tali er kölluð Beibí, út í búð. Hún nennti auðvitað ekki að labba alla leiðina með bévítans dúkkuvagninn (heyra mátti, ef hlustað var mjög vel að við

2017-01-17T13:55:11+01:001. nóvember 2016|Categories: Pælingar|0 Comments

Nýju augun mín

Allt í rétta átt í heilsunni og til að fagna því (eða til þess að staðfesta það) þá brá ég mér út af sófanum, út fyrir húsið og alla leið í metró niðurá Amagerbrogade. Beitan var nýju gleraugun mín.

Ég hef sagt það hér áður held ég örugglega, en það var orðið þannig í vetur einhverntíma

2016-07-30T21:32:19+02:0030. júlí 2016|Categories: Pælingar|Tags: , , |0 Comments

Aðgerðarlausir sunnudagar og inngróið hár

Eftir afmælisdaginn góða, þar sem ég leyfði mér að slaka á, vera óstíf, skemmtileg og þýð í samskiptum við hina og leyfði mér í þennan 1/365 af árinu að hugsa ekki um áhyggjur alheimsins, vaknaði ég svo leiðinleg að ég bara var að hugsa um að rífa upp hurðina, rjúka út og skilja sjálfa mig

2016-07-18T20:44:30+02:0018. júlí 2016|Categories: Pælingar|Tags: , , |0 Comments

Englandsvej

Ég hugsa svo oft til þess hvað allt var æðislegt á Englandsvej, þar sem við bjuggum áður en við fluttum til Íslands 2011. Hafiði upplifað þetta? Eitthvað tímabil sem þið hugsið alltaf til baka til eins og allt hafi verið rétt og það verði aldrei í framtíðinni betra né eins.

Við vorum þar í rétt tæp

2017-01-17T13:55:12+01:007. júlí 2016|Categories: Pælingar|Tags: , , |0 Comments

Mæta í skip með bros á vör?

Er stundum með sítrónu, myntu og gúrku í krukku með vatni inní ísskáp. Það er alveg fruntalega gott.. og fallegt.

Hugleiðing dagsins er þessi:

  • Skipin eru öruggust í höfninni, en þeim var samt ekki ætlað að vera þar.
  • Show up – mæta.
  • Bros

Leimmér að útskýra.

Þetta með skipin

Ég er að hlusta á bók sem heitir Rewire Your

2017-01-17T13:55:12+01:006. júlí 2016|Categories: Pælingar|Tags: , , |0 Comments

Ný kona og ofvöxtur afkvæmis míns.

Eiginmaðurinn og Bína að hjóla útí búð. Hún er kvenskörungur, hún fæddist þannig.

Já hver er hugleiðing dagsins?

Hún er að ég fór með Geðmundi, sem ég er alvarlega að íhuga að byrja að kalla aftur (síðan hann var yngri en 8 ára) Prinsinn, í verslunarferð nú í gær. Hann vantaði brækur blessað barnið. Hann hefur rokið

2016-07-04T22:32:34+02:004. júlí 2016|Categories: Pælingar|Tags: , , , |0 Comments

Og annað..

.. ég heyrði af konu sem skuldaði 60.000 dollara (sem eru um 7,5 millur íslenskar) og að hún hafi greitt það upp á 2 árum.

Það gefur mér alveg von um að geta einn daginn sagt að ég skuldi ekkert. En svo mundi ég eftir því að ég á 4 börn og að samtals erum við

2016-06-04T06:25:06+02:004. júní 2016|Categories: Pælingar, Peningar|0 Comments

Tómatsósubrauð og uppruni þess

Ég hef aldrei getað skilið réttinn “brauð með tómatsósu” og því síður getað skilið hverjum datt í hug að fá sér tómatsósu ofaná brauð. En nú veit ég afhverju það er til komið. Það er útaf því að á einhverjum tímapunkti nennti fólk ekki að fara í búðina einn daginn og heldur ekki þann næsta.

2017-01-17T13:55:12+01:0016. apríl 2016|Categories: Pælingar|Tags: |0 Comments

Mælieiningin mánuður

Við fórum í fótósjút um helgina útí skógi til þess að taka myndir af þeim peysum sem ég hef verið að prjóna, sem ég síðan set upp á Etsy þar sem ég er að selja peysurnar. Þarna er Eiginmaðurinn að reyna að stilla mér, hinu ómögulega módeli, upp og Sprengjan er myndsmiðurinn. Góður dagur verð

2016-04-05T09:34:28+02:005. apríl 2016|Categories: Pælingar|0 Comments
Go to Top