Í tilefni af afmæli eldri dóttur okkar þá er ekki úr vegi að skoða hana aðeins. Þó svo að ég hafi verið 3 vikur að koma mér að því að skrifa póstinn þá er 21. október samt smá tengdur henni. Hún átti nefnilega að koma í heiminn 21.október. Hún kom því 3 vikum “of snemma” í heiminn. Hún bar þess samt engin merki en hefur alltaf haft hlutina bara eins og henta henni.

fjsk-2

Þarna er hún nýkomin í veröld víða. Hágul, en samt fallegasta stelpubarn sem ég hafði séð. Beint í fangið á Gumma bróður.

ttt-009

Í bakgarðinum á Hvammstangabraut 7, þar sem við bjuggum um tíma.

bvc-028

Förum aðeins fram í tímann. Þarna er hún um 3-4 ára að fíbblast með föður sínum. Mynd einnig tekin á Hvammstangabrautinni.

des06-022

Og hér með mér, 4 eða 5 ára. Mynd tekin í Hafnarfirði.

001

Þarna erum við flutt út og komin í tívolí. Sjaldan séð eins spennt barn í ökutæki! Hún sennilega að nálgast 6 árin þarna.

dsc_0008

Á Englandsvej, örugglega þegar hún varð 7 ára. Fékk hamstur :)

img_0075

Í Dragör ferðinni frægu árið 2010 ef ég er ekki að rugla. Þá hún 8 og Diddmundur 4.

img_0543

2011, 9 ára.

img_0189

Sama ár við vegginn á húsinu þarna niðri á Tryggvagötu.

dsc_0036

Á Birkiteignum 2012, þá er hún 10 ára þarna.

gummi-og-sunneva

Spólað áfram til snemma árs 2014, 12 ára og hann 13 eða 14.

2015-10-04-17-03-21

Þrettán ára í fyrra. Flottir krakkar sem ég á!  Hún 13, Geðmundur 14 og Diddmundur 9.

2016-10-05-18-50-59

14 ára í ár, 5. október. Við fórum að sjálfsögðu að hennar vali út að snæða. Stækkar flott og er ennþá fallegasta eldra stúlkubarnið sem ég hef séð.

2016-10-05-18-51-13

Restin af genginu. Geðmundur 15, Bína 3 og Diddmundur 10.

Afmælisdagurinn þetta árið var allur hinn besti. Ég þurfti að stökkva í smá vinnu og kom til þeirra í veitingahúsið bara um klukkan 19. Allir vita að þegar einhver í fjöllunni er bara 3 ára, þá er best að það sé búið að borða og ganga frá eigi síðar en 18:30 svo megi byrja hið endalaust langa svæfingarferli.

Fólk almennt fær bara svefngalsa annars, skiljiði mig. Við höfðum það kannski aðeins of gott þarna saman og dröttuðumst ekki af stað fyrr en klukkan var orðin 20 og þá átti smábarnið eiginlega að vera háttað og sofnað… OG, það átti eftir að fá ísinn sem búið var að lofa.

Við röltum því af stað og gengum framhjá þessum búðarglugga, þetta er búð sem heitir Jysk, sem er það sama og Rúmfatalagerinn heima.

Flott útstilling…

2016-10-05-19-44-59

Annars er hér komið haust. Það var slökkt á sumrinu hér í byrjun okt jafn skyndilega og það var kveikt á því í maí. Ég er að sjálfsögðu strax farin að hlakka til að fá sumarið til mín aftur.

Ég held að örlög mín hljóti á endanum að vera þau að ég muni búa á tveimur stöðum, annarsvegar þegar það er sumar á einum staðnum og svo aftur, þegar það er sumar á hinum staðnum.