About Gudmundsdottir

Ég get ómögulega ábyrgst að þú ekki farir að gráta því þú hefur fengið svo mikinn aulahroll. Ég get heldur ekki ábyrgst að þú móðgist ekki eða pissir í buxurnar af hneykslan. .. ég ætla að skrifa flestum stundum bara það sem mér er hugleikið þá stundina. Ég hef síðan tröllatrú á því að fólk hafi rétt á, og geri það reyndar ótt og títt, að skipta um skoðun.

Hvert við förum næst

Vatt uppá þessa um daginn. Ok, ég veit að maður segir ekki vatt uppá þegar maður byrjar að prjóna, en kannski er alveg hægt að segjast hafa undið uppá 100 lykkjur, svona í staðinn fyrir að fitja uppá?

Hvað um það.

Tíminn hefur aldrei liðið svona hratt í mínu lífi. Og meira að segja er ég að

2017-04-20T21:25:24+02:0020. apríl 2017|Categories: Pælingar|0 Comments

Þegar ég verð stórasystir

sagði Bína þegar hún lýsti því yfir að þegar hún yrði stórasystir að þá gæti hún líka verið fullorðin og farið í vinnuna eins og Gummi var að gera þennan dag.

Ég spurði hvenær hún yrði stórasystir (meðan það hlakkaði í mér yfir því að það mun aldrei… ALDREI gerast)

Hún svaraði: „þegar ég er búin að borða

2017-06-05T15:59:12+02:0019. apríl 2017|Categories: Barnaþvaður, Garn, Handlitað garn|Tags: |0 Comments

Fjölskyldan Falallala

Ég hef alltaf verið hrifin af því þegar ég geng framhjá póstkössum, hér úti þ.e, að á þeim stendur „Familien Larsen“ eða „Familien Knudsen“ eða jafnvel „Familien Nielsen“.. nú eða eitthvað annað fjölskyldunafn. Hér rétthjá er reyndar „Familien Fuglsang“.

Ég hef svolítið verið að bræða með mér hvort mér finnist að ég eigi að heimta að

2017-04-18T22:46:34+02:0018. apríl 2017|Categories: Lífið og tilveran|0 Comments

Það er vor, ekki mánudagur..

.. sagði litla bredda við stóru breddu um daginn þegar það var verið að spekúlera hvaða dagur væri eiginlega í þessu landi

Ég spyr nú bara hér daginn fyrir skírdag hvort það sé í alvöru vor? Hér í dk eða heima á Íslandi?

Það sem ég var síðan upptekin við að gera áður en peysan sem allir eru

2017-04-12T14:00:07+02:0012. apríl 2017|Categories: Garn, Lífið og tilveran, Prjón|0 Comments

Hestur, kú og múmíntröll

… eru gestirnir á tónleikunum hennar Bjútíbínu. Hún heldur nefnilega tónleika og fyrsta lagið sem hún hefur valið að sé lag sem hún vilji heyra á tónleikunum, er lagið sem hún heyrði í morgun.

Svo verður sá sem gerir matinn líka þarna til að bera fram vatnið. Og mat, sagði hún sem eftirþanki.

Hún er dottin í

2017-04-10T15:46:52+02:0010. apríl 2017|Categories: Lífið og tilveran|2 Comments

Óður til vorsins

Sumartíminn er genginn í garð. Við erum þá formlega 2 tímum á undan þér sem býrð á Íslandi.

Ég finn með öllum líkamanum að vorið er komið. Það er sæt, einskonar berjalykt í loftinu, samt með smá þungum keim af, ég veit ekki hverju, blautu tré kannski. Það er meiri stilla í loftinu heldur en hefur verið

2017-03-27T22:32:34+02:0027. mars 2017|Categories: Pælingar|0 Comments

Bananabrauð – uppskrift

Geggjað úber gott bananabrauð. Já brauð! Ekki bananakaka (æsispennandi þrætur við sjálfa mig og matarbloggara internetsins um hvort svona góðgæti er kaka ellegar brauð)

Fyrst mikilvæg yfirferð:

Ég neyddist til að henda nokkrum vörum úr skápnum mínum góða, vegna þess að þær höfðu runnið út. Svona er Bústýra Félagsbúsins nú óbúkonuleg.

Hér er hinn upphaflegi listi:

  • hörfræ
2017-03-16T21:50:16+01:0016. mars 2017|Categories: Matar uppskriftir|0 Comments

Hugleiðingar um nánustu framtíð

Mynd tekin yfir kanalinn við hliðina á húsinu sem ég bý í.

Meira að segja daninn er farinn að halda að það komi aldrei sumar á þessu ári. Mér liggur við örvæntingu. Þetta skilur þú auðvitað ekki ef þú hefur ekki búið annarsstaðar en á Íslandi. Þú ert ábyggilega alveg bara..öhh, það er marsssshhh! og páskahretið

2017-03-14T21:38:33+01:0014. mars 2017|Categories: Pælingar|0 Comments

Óður til barnsins

Var ég búin að tala um það hvað mér líður furðulega með að geta ekki bara verið að taka mynd af öllu sem börnin eru að gera og ræða það opinberlega á internetinu?

Ef ég var ekki búin að því þá er ástæðan fyrir því, að mér finnst ég ekki almennilega geta það, sú að þau

2017-03-12T09:23:01+01:0012. mars 2017|Categories: Lífið og tilveran|0 Comments

Ný veðurnefni og vikuupprifjun

Eitt af görnunum sem ég hef verið að lita.

Hér, í veldi Danans, er ótrúlega og óheyrilega leiðinlegt veður. Þú veist.. veður getur verið meirihátta fallegt og hrífandi þó það heiti risarok, roknahríð eða rífandirigning (allt veðurnýyrði eftir sjálfa mig).

Það er ekkert sem sogar mig meira inní núið og náttúruna heldur en þegar ég anda að

2017-02-28T21:29:10+01:0028. febrúar 2017|Categories: Lífið og tilveran|Tags: , , , , |0 Comments

Flott búð, nýtt hjól, prjónandi Eiginmaður og fyrstu vormerkin komin

Hefurðu heyrt um það þegar fólk er lengi saman og svo byrjar það að líkjast hvort öðru? Þannig er það með okkur Eiginmann. Sérðu ekki hvað það er á þessari mynd?

Jú, mikið rétt, hann er að prjóna. Fórum nefnilega framhjá búð um daginn þar sem við sáum húfu sem honum fannst flott og vildi fá.

2017-02-20T20:35:46+01:0020. febrúar 2017|Categories: Lífið og tilveran|0 Comments

Garnfríður geðþekka

Hafiði einhverntíma fengið hugmynd og hugmyndin lætur ykkur ekki vera og er bara alltaf að dúkka upp með svaka hávaða og algjöra yfirtöku í haus? Þannig líður mér með að reka netverslun. Get ekki hætt að hugsa um það. Ég er beygð, toguð og dregin í áttina að þessu.

Hvað um áhugamál sem þú ert alveg hugfangin/n

2017-01-26T23:07:39+01:0026. janúar 2017|Categories: Lífið og tilveran|Tags: |0 Comments

Ekkert svar og engar veðurbreytingar

Þessa mynd tók ég í vikunni, þegar ég var á leiðinni yfir Löngubrú og ofaní bæ. Ég á eftir að sakna þess mjög að hjóla um borgina og verða vitni af svona fegurð. Ys og þys.

Ok, enginn var með svar við því við hvaða aðstæður maður gæti notað frasann „Abbabbararabararabbbabb !!!!!!!“. Það myndi vera þegar

2017-01-23T10:11:29+01:0023. janúar 2017|Categories: Lífið og tilveran|Tags: |0 Comments

Getraun

Góðan sunnudag! Hér er getraun. Mögulega eru verðlaun í boði.

Hvenær hefur maður þennan frasa eftir: „Abbabbararabararabbbabb !!!!!!! “ ?

2017-01-22T08:49:20+01:0022. janúar 2017|Categories: Pælingar|0 Comments

Bollur og almennt rant um flugur

Það hefur helst til hlýnað hér í borg baunans undanfarið. Enginn snjór og ég hef ekkert þurft að fara í snjóbuxurnar í viku. Ég fékk meira að segja á tilfinninguna hér í morgun þegar ég brenndi niður í bæ að sinna erindum, að það væri kannski bara að koma vor. Það er auðvitað óskhyggja, því

2017-01-20T22:36:38+01:0020. janúar 2017|Categories: Lífið og tilveran|0 Comments

Kalt og svona

Eiginmaðurinn er, eins og ég hef komið inná, hið ljúfasta ljúfmenni, traustur og góður vinur. Frábær bólfélagi og á skilið verðlaun fyrir hve falleg börn hann býr til og hve frábær pabbi hann er og hve umburðalyndur hann er. En hann er líka (nú lærði ég nýtt orð í gær sem passar svona vel við)

2017-01-17T13:55:11+01:0016. janúar 2017|Categories: Lífið og tilveran|Tags: |3 Comments

Sikksakk prjón

Föður mínum sennilega til mikillar ánægju eru hér nýjar prjónaleiðbeiningar, eftir að verða örugglega meira en árshlé á þeirri iðju. En ég meina, það þarf að vera pláss fyrir allt sem er að veltast um í hausnum á mér á þessu bloggi, líka prjón.

Ég er alltaf með eindæmum ringluð í hvað á að þýða hin

2017-01-17T13:55:11+01:0011. janúar 2017|Categories: Prjón|Tags: , |0 Comments
Go to Top