… eru gestirnir á tónleikunum hennar Bjútíbínu. Hún heldur nefnilega tónleika og fyrsta lagið sem hún hefur valið að sé lag sem hún vilji heyra á tónleikunum, er lagið sem hún heyrði í morgun.

Svo verður sá sem gerir matinn líka þarna til að bera fram vatnið. Og mat, sagði hún sem eftirþanki.

Hún er dottin í alveg húrrandi fyndinn aldur, eiginlega allt (nema öskrið sem frá henni kemur) sem hún lætur útúr sér er fyndið.

Annars fékk ég pöntun í gegnum Etsy búðina mína um daginn, frá manni í borginni Nýja Jórvík (NYC). Hann sérpantaði á sig peysu sem tókst líka svona fruntalega vel. Fallegasta peysa í allri veröldinni og ég er ekki að grínast þegar ég segi að hún hefði líklega verið slegin til riddara hún var svo flott og svo glæsileg, en það eru litlar sem engar líkur á að þið fáið nokkurntíma að njóta fegurðarinnar né dásama hversu frábær ég er í handverki.

Nei, það var nefnilega þannig að ég, fröken Tekurmyndiraföllu, tók ekki eina einustu mynd af flíkinni. Ótrúlegt. Það er eins og þetta hafi hreinlega ekki gerst. Bara mynd eða það gerðist ekki.

En ég mínusa hérmeð 550gr af Einrum lopa (eins og Léttlopi nema plús silki sem hefur verið spunnið við lopann). Nú er ég búin að vera að prjóna úr garnbúðarstassinu í 16 mánuði. Heil peysa, sem tók alveg viku að prjóna (eiginlega meira en ég tek frá tíman sem ég notað í að prjóna helv*** bolinn aftur vegna mistaka) skilar mér ekki nema mínus 550gr af stassinu sem ég dag vegur í allt 37kg. Var, þegar ég byrjaði talningu í desember 2016, tæp 40kg. Bara 3kg farin eftir það. Það eru samt alveg nokkrar peysur, en konu gæti alveg fallist hendur.

Er t.d alvarlega að íhuga að selja Einbandið sem ég er með hérna. Ég á það að mig minnir í tveimur eða þremur litum og ég bara er svo lítið fyrir Einband að ég er nokkuð viss um að það verður það síðasta sem fer af stassinu. Hendi því kannski á bál þegar ég er flutt útí sveit.

Já krakkar mínir. Ég er að flytja útí sveit. Meira um það síðar.