Hefurðu heyrt um það þegar fólk er lengi saman og svo byrjar það að líkjast hvort öðru? Þannig er það með okkur Eiginmann. Sérðu ekki hvað það er á þessari mynd?

Jú, mikið rétt, hann er að prjóna. Fórum nefnilega framhjá búð um daginn þar sem við sáum húfu sem honum fannst flott og vildi fá. Svo beit hann það í sig að hann myndi prjóna húfuna sjálfur og það sem maðurinn bítur í sig verður gert.

Ég lét hann auðvitað byrja á að æfa sig. Slétt og svo brugðið. Á meðan ég dett niður í blóðþrýsting 0 yfir 0 þá æstist hann með hverri lykkju sem hann þurfti að prjóna. Það var byrjað að sjóða á honum og þegar síðan koma að því að prjóna brugðið þá var hann eiginlega orðinn hálf sturlaður.

Það endaði auðvitað með því að ég prjónaði húfuna, en hann prjónaði eina umferð samt.

Hverju Bjútíbína er að troða í eyrað á honum og afhverju maðurinn er með kött á hausnum er eitthvað sem ég hreint hef bara ekki svarið við.


Bína sem heimtar nesti í hvert skipti sem hún fer út. Alltaf. Alveg sama af hvaða tilefni út skal haldið.

Diddmundur fékk nýtt hjól um daginn. Hann var eiginlega orðinn alveg í keng blessaður á því gamla.

Af tilefninu fórum við auðvitað út að hjóla.

Við hjóluðum útí búð. Búðin heitir Meny og er rétthjá Jysk, sem er það sama og Rúmfatalagerinn. Ég þurfti að kaupa mér stöff fyrir heimagert ljósmyndunarbox og við fórum í Meny í leiðinni. ÓTRÚLEGA skemmtileg búð. Þarna heldur Eiginmaðurinn á bréfboka með rauðrófum, fjólubláum gulrótum og einhverju fleira. Mér er svosem sama hvað var í pokanum en það leit bara svo fott út í bréfpokanum!

Svo var hægt að skvísa sinn eigin appelsínusafa. Gæti varla verið ferskara og mjög skemmtilegt.

Í alvöru. Hvern langar ekki til að kaupa allt grænmetið og alla ávextina þegar það lítur svona út? Nú eða flytja inní búðina.

Það kom snjór um daginn og var í heila tvo sólarhringa. Ótrúlega leiðinlegt að búa við hliðina á byggingaframkvæmdum. Húrrandi leiðinlegt útsýni verð ég að segja.

Fyrst, þegar það var nýbúið að grafa grunninn, þá var hér alveg þokkalega stór krani. Svo var hann nú tekinn niður. En svo var þessi reistur og hann er mikið stærri. Þetta er síðan líka mynd af veðrinu eins og það hefur verið mestan hluta af þessum vetri. Svakaleg þoka.

Það eru teikn á lofti nefnilega um að vorið sé að koma hér:

Þetta er fyrir utan tónskólann. Ég er aldrei þar fyrir kl 16 og þetta þýðir þá að það er, fyrir nokkru, ennþá bjart klukkan 16. Reyndar er líka bjart klukkan 17 núna OG klukkan 7 á morgnana. 

Gustur í unglingastöðu.

Ok. Eitt og annað hefur fengið að fjúka ofaní okkur af Missjón Possibúl matnum sem legið hefur í skápunum mínum. Þurfti að henda einni Tahin krukku, hún var útrunnin, en það er það eina sem hefur þurft að henda, amk ennþá.. held ég.

Þetta er þá hráefni í holla hafraklatta. Ég man ekki hvar uppskriftin er en í hana fór, úr skápnum góða, kanill, kókosmjöl og stevía.

Eiginmaðurinn tók sig svo til og bjó til múslí. Merkilegt hvernig hann getur verið pirraður yfir því að ég loki alrei eldhússkápunum meðan hann gengur aldrei frá matnum uppí þá aftur. Hver á að taka fyrsta skrefið hér? Ég eða hann?

Eða er réttast að taka alla skápana bara niður og geyma matinn á borðinu?

Múslíið. Mjög gott. Veit ekki hvernig hann gerði það. Er alltaf að segja honum að hann ætti byrja matarblogg. Þó ekki væri nema fyrir okkur að setja inn uppskriftina af öllu þessu sem hann er alltaf að töfra fram úr erminni.

Líka ristaðar, saltaðar möndlur. Þær keyptum við reyndar aukreitis. Möndlurnar eru möguega eitt af þessu, eins og haframjöl og hveiti, sem ekki þarf að hafa sig allan við að klára úr skápnum. Klárast af sjálfusér.

Mér finnst þetta alltaf svolítið merkilegt. Það fór hjúmöngús skip þarna í gegn síðan. Og safnaðist fyrir ýktur umferðatappi.

Annars er allt bara í gírnum. Krakkarnir stækka eins og illgresi og ég er bara að reyna að lifa þessa fjárans daga af.