sagði Bína þegar hún lýsti því yfir að þegar hún yrði stórasystir að þá gæti hún líka verið fullorðin og farið í vinnuna eins og Gummi var að gera þennan dag.

Ég spurði hvenær hún yrði stórasystir (meðan það hlakkaði í mér yfir því að það mun aldrei… ALDREI gerast)

Hún svaraði: “þegar ég er búin að borða of mikið”.

Ég meina, þetta er jafngott svar og hvað annað.

Prjónaskapurinn

Ég tikka hér með af önnur 550gr af Einrum garni úr stassinu:

Alltaf jafn krumpað að taka mynd af sjálfri sér án þess að vera með annan til þess eða selfístöng. Uppgötvaði samt að ég get talað við símann minn og skipað honum fyrir. Ef ég öskra á hann “smile” þá tekur hann mynd eftir svona sekúndu!

Þetta er peysan s.s. Hún er aðeins of stór á mig, en ég sé alveg fyrir mér að geta ornað mér í henni þó hún sé nett of stór. Ég hannaði hana. Bara svo það komi fram, því þetta er þá fyrsta flíkin sem ég prjóna, sem ég sjálf ákveð hvernig á að vera. Hún er reyndar önnur flíkin sem ég ákveð hvernig eigi að vera, fyrsta flíkin var peysan sem enginn veit hvort ég prjónaði eða ekki. Og sú peysa var mjög lík þessari nema úr ljósu garni. Nú getur þú bara ímyndað þér.

Handlitað garn

Ég er dottin í pottana! Ég hef varla skemmt mér eins mikið síðan bara.. ég man ekki hvenær.

Mig langar bara til þess að rúlla mér uppúr þessu. Bæði svo ótrúlega mjúkt garn og svo eru litirnir eins og eitthvað nýútsprungið.. eða nammi, eða kaldur sjór á heitum, heitum degi. Ég fríka út.

Ég á eftir að finna nafn á framleiðsluna en svo fara þessar elskur í sölu. Er með nokkra liti á mismunandi garni í vinnslu. Kannski verð ég komin með niðurstöðu í nafnið fyrir helgi og hlakka þá ekkert smá til þess að opna formlega, hér á síðunni, sölu á handlituðu garni.