Mínus 800 grömm úr Álafosslopa stassinu! Ég hef verið frekar upptekin í þeim tíma sem ég hef til að handavinnast eitthvað við að lita garn, þurrka það, ganga frá því og prjóna úr því prufur.

En fann síðan um daginn bol á peysu sem ég veit ekkert síðan hvenær er eða hvað plan mitt fyrir peysuna var. Ég prjónaði bolinn aðeins lengri, henti upp ermum og munstri og get þessvegna dregið öll þessi grömm frá stassinu. Þá eru í Álafosslopanum eftir um það bil 45 dokkur… og í Plötunlopanum u.þ.b 266 dokkur.. Ég verð ábyggilega aldrei búin með þetta.

Samt, þú veist, verð að halda áfram. Er hálfnuð með ermi tvö á lopapeysu úr Einrúm garninu (léttlopi og silkiþráður saman).

Og svo, áframhald í verkefninu mínu, þar sem ég hef í hyggju að taka þátt í afplöstun jarðar.

Ég teiknaði og skar út úr linoleum dúk munstur:

Og hér eru prufur af því að prenta fiskana. Ég er með eindæmum hrifin af þessu. 

Er líka spennt fyrir að koma þessu yfir á endanlegt form og sýna þér.

Búðaferð

Það er kannski ekkert í frásögur færandi að við förum í búðir. Mér finnst bara alltaf jafn ótrúlega fyndið þegar við þurfum að kaupa mikið, þú veist, þegar allt á heimilinu er samtímis að verða tómt eða hreinlega búið og erum með fulla körfu og vel það en ekki á neinum bíl heldur bara tveimur venjulegum reiðhjólum.

Innkaupin.

Og þegar við vorum að hlaða hjólin. Hefur ennþá ekki endað í því að við höfum þruft að reiða hjólin heim.

Og ég gat heldur ekki tekið mynd af fullhlöðnum hjólum.. vegna þess að þegar þú ert með stöff á bögglaberanum, í körfunni, í barnasætinu og 2 til 4 poka hvorumegin á stýrinu þá setur þú ekkert standarann á og gengur í burtu.

Annars eru allir bara góðir. Í viku 5 (já, heyr og endemi.. ég er að tala um viku 5 eins og alvöru dani), eða s.s í byrjun febrúar fékk Úngdaman með eindæmum svæsið kvef. Rauk í hita uppí 40 stig (sem varð til þess að ég sendi systur minni með það sama skilaboð hvort það þyrfti að leggja barnið inn hreinlega – held að hitinn hafi farið niður aftur eftir klukkara.. hvað!?! ég er ekkert vön svona!). Bína hafði reyndar verið lasin í vikunni áður, en það er svosem ekkert til að kippa sér uppvið að 3 ára leikskólabarn sé með hor og hálsbólgu.

Þegar Úngpían hafði hóstað duglega og verið útúr heiminum yfir alla virku dagana í viku 5 tók Gustur við og varð heiftarlega kvefaður líka. Hann er búinn að fá þessa sömu kvefpest þrisvar síðan þá. Bæði Diddmundur og Eiginmaðurinn fengu líka snert en voru ekki lagðir flatir eins og þau eldri.

Ég, því að ég verð ekki veik *hóst*, hrósaði happi að enn og aftur hafi það verið ég sem pestin náði ekki tökum á – eða þangað til í gær þegar ég síðan fékk fjárans kvefið.

Svakalega þrjóskt kvef. Reikna með að fyrst allir eru þá búnir að fá kvefið, yfir þessar 5 til 6 vikur að þá sé það búið. FYRIR LÍFSTÍÐ.

Bless. Ég er ekki pirruð.