Hafiði einhverntíma fengið hugmynd og hugmyndin lætur ykkur ekki vera og er bara alltaf að dúkka upp með svaka hávaða og algjöra yfirtöku í haus? Þannig líður mér með að reka netverslun. Get ekki hætt að hugsa um það. Ég er beygð, toguð og dregin í áttina að þessu.

Hvað um áhugamál sem þú ert alveg hugfangin/n af ? Ég á eitt slíkt og það er svo yfirtakandi að ég hef þróað með mér auka persónuleika sem hefur fengið nafnið Garnfríður. Útaf öllu garninu og því sem hægt er að gera með því. Bústýran og Garnfríður.. Búfríður?

Það er útaf Garnfríði og þessari endalausu áráttu minni í áttina að netverslunum að ég hef bara opnað litla búð hér á þessari síðu þar sem ég ætla að selja það sem ég prjóna og svo garnið sem ég hef verið að handlita.

Ég er rétt að koma þessu upp, bara ein vara komin, set hinar inn á næstu dögum. Verð að selja í dönskum krónum þar til ég er komin heim. En það er alltí lagi, við erum öll svo víðsýn og frjálslynd í dag, er það ekki?

Tók líka aðeins til hér á síðunni og fyrir æsta aðdáendur mína, sem einnig eru æstir í allt sem viðkemur prjóni og hekli og garni og svona, þá er ég búin að endurraða og setja undir “Garnfríði” hér í valmyndinni efst. Er bleikt, ættir að sjá það.

Þar undir er ég búin að endurraða hlutunum og birta amk þrjú heklspor sem ég hafði greinilega tekið úr birtingu en veit ekki afhverju. Hef sennilega ætlað að laga það eitthvað og svo bara gleymt því. Það er stjörnuhekl, stjörnu-skelja hekl og köflótt hekl.