.. sagði litla bredda við stóru breddu um daginn þegar það var verið að spekúlera hvaða dagur væri eiginlega í þessu landi

Ég spyr nú bara hér daginn fyrir skírdag hvort það sé í alvöru vor? Hér í dk eða heima á Íslandi?

Það sem ég var síðan upptekin við að gera áður en peysan sem allir eru núna að efast um að ég hafi nokkurntíma prjónað, vegna þess að ég tók enga mynd af henni, var að prjóna þessa sem myndin er af. Hún er úr Einrum garninu, hef ég talað um það áður?

Það er s.s, í þessu tilfelli, léttlopi spunninn saman við silki. Ég á arfalítið eftir, en vantar eina dokku, svo nú verð ég að hjóla lengst niður í bæ til að sækja hana.

Ótrúlegt hvað ég er orðin óviljug til að fara eitthvað fyrir bara einn hlut. Geymi oft það sem ég þarf að gera útí bæ þar til á mánudögum eða þriðjudögum þegar ég er hvort sem er að fara þangað.. en að þurfa að fara alla leið oní bæ bara til þess að fara og kaupa þessa einu bévítans dokku, það er alveg að gera mig sturlaða. En út skal ég, ég vil klára þessa peysu svo ég geti tekið önnur 500gr af stassinu. Litlir sigrar krakkar mínir, litlir sigrar.