Eiginmaðurinn er, eins og ég hef komið inná, hið ljúfasta ljúfmenni, traustur og góður vinur. Frábær bólfélagi og á skilið verðlaun fyrir hve falleg börn hann býr til og hve frábær pabbi hann er og hve umburðalyndur hann er. En hann er líka (nú lærði ég nýtt orð í gær sem passar svona vel við) geggjað launfrekur og æðislega órómantískur…nema á sinn mjög spes máta.

Hann datt í rómantíkina úti um daginn. Ég lá alveg killiflöt.

Hinn árlegi og fruntalegi fimbulkuldi í upphafi árs er mættur. Reyndar fyrir nokkru síðan. Almennt, síðan slökkt var á sumrinu í enda september í fyrra, þá hefur verið sama veðrið hér. Grátt, þoka og alltaf einhver vindur.

Til undantekninga heyrir að það sé snjór hér en um leið og nokkur korn birtast erum við rokin út. Sum okkar komin með prik og önnur okkar komin í snjóslag. Ég var hvorki með í slag né með prik, enda get ég ekki svona slagsmál. Ég sæki alveg ótrúlega mikið í að vera róleg og hugsa heldur en að hlaupa, garga, fíflast og henda snjóboltum.

Stækkar alltaf svo hratt hjá mér lýðurinn. Diddmundur var einn af þeim (einn af tveimur) sem fannst tilvalið að skrapa saman snjó í bolta, líka þó það sé tæknilega séð meira grænt en hvítt og kasta. Mér var hótað ótal sinnum. Ég bar fyrir mig að ég væri að taka myndir og það mætti ekki henda í mig…þú veist, útaf símanum.

Blessuðum öndunum á kanalnum var nú ekki boðið í sund þennan daginn. Það er hitarör rétt hjá húsinu okkar, sem nær svona yfir þennan kanal og þar húka þær blessaðar í mesta kuldanum og fara svo í vettvangsferðir af og til. Þarna er bara ein stök, en ég er almennt hrifin af því að endur maki sig fyrir lífstíð. Þær virka eins og þær viti eitthvað meira.

Nóg um það.

Eiginmaðurinn að sinna uppskurði í vinnunni.

Ég prjónaði þessa sokka um daginn. Þeir ná upp að hné. Verst ég prjónaði þá áður en ég taldi og allt garnið svo ég get ekki dregið þá frá. Takk fyrir ekkert sokkar.

Það er svo margt í gangi hjá okkur. Eitt sem við Frumburður eigum sameiginlegt er að verða alveg gjörsamlega heltekin af því sem okkur hefur dottið í hug. Hann hefur ekki lært það ennþá, eða er helmingi verri en ég, en hann getur ekki hætt að hugsa um, tala um og rannsaka hvernig best er að byggja smáhús, eða tiny house. Teikningar hafa verið gerðar. HOrft hefur verið á ótal YouTube myndbönd þess efnis og á endanum, á föstudagskvöldið seint, þá held ég að hann hafi á einhvern máta þurft pásu fyrir heilann og þá, kemur í ljós, fer maður í svona únglíngastöðu. Þetta heitir að hanga, eða chilla eða ég veit það ekki. Hver horfir á símtæki í þessari stöðu?

Annars hafa margar ákvarðanir verið teknar undanfarið. Flutningar á dagskránni og svona sitthvað annað.