About Gudmundsdottir

Ég get ómögulega ábyrgst að þú ekki farir að gráta því þú hefur fengið svo mikinn aulahroll. Ég get heldur ekki ábyrgst að þú móðgist ekki eða pissir í buxurnar af hneykslan. .. ég ætla að skrifa flestum stundum bara það sem mér er hugleikið þá stundina. Ég hef síðan tröllatrú á því að fólk hafi rétt á, og geri það reyndar ótt og títt, að skipta um skoðun.

Skipta um garn – reiknivél

Nú er komið að því dömur mínar og herrar. Nú skal skipt út garni í uppskrift! Hver hefur ekki lent í því að vilja prjóna eftir uppskrift þar sem uppgefið garn er allt annað en þig langar að prjóna úr? Þetta getur átt við ef þig langar að prjóna lopapeysu þar sem uppskriftin reiknar með t.d Léttlopa

2017-01-17T13:55:16+01:0013. maí 2015|Categories: Garn, Tæknileiðbeiningar-prjón|Tags: |6 Comments

14 ára

2015-04-24 07.02.1814 ára. Hann fær bæði að kenna á því og njóta góðs af því að hann er alltaf tilraunadýrið í uppeldinu. Þú veist, því hann er fyrstur. Ég hef aldrei átt únglíng áður. Fyrir utan eitt skrens fyrir mörgum mánuðum síðan er þessi verðandi ungi

2017-01-17T13:55:16+01:0012. maí 2015|Categories: Lífið og tilveran|0 Comments

Lögreglur eru heitar

Ég skal nú bara segja þér afhverju lögreglumenn eru svona heitir. Það er útaf því að þeir eru í góðu formi, þeir eru í júniformi (það er bara eitthvað viðða, það er ómögulegt fyrir mig, gifta manneskjuna að útskýra það eitthvað nánar), þeir eru sterkir og hvernig á að útskýra það þeir eru hnífskarpir (svo

2015-06-19T08:35:00+02:0012. maí 2015|Categories: Lífið og tilveran|0 Comments

Danagangurinn og íslenskt gangverk

Daninn gengur fyrir annarri klukku en Íslendingurinn. Það er maður alltaf að reka sig á. Eða ekki beint reka sig á heldur að taka eftir.

Ég var á æfingu áðan og það var verið að ráðgera aukaæfingu á annan í hvítasunnu, þar sem það eru tónleikar bráðum.

Allir gátu komið en hjá einni var vandinn að hún

2017-01-17T13:55:16+01:0011. maí 2015|Categories: Lífið og tilveran|0 Comments

Prjónfestan

Mér finnst ekki leiðinlegt að gera prjónfestuprufu. Mér fannst það leiðinlegt, eða þar til að ég eyddi svakalegum tíma í að gera peysu sem enganveginn passaði því ég gerði ekki prjónfestuprufu.

Það er mikilvægt að gera prjónfestuprufu hvort sem þú ert að fara að prjóna beint eftir uppskrift eða ætlar jafnvel að breyta henni aðeins eða

2017-01-17T13:55:16+01:004. maí 2015|Categories: Lífið og tilveran|Tags: |0 Comments

Garðaprjón

Garðaprjón

Dömur mínar og herrar! Ég kynni hér garðaprjón, afar erfið tækni sem aðeins færustu prjónarar ráða við!

Djók. Það er lítið mál að prjóna garðaprjón og flest höfum við prufað það á einum eða öðrum tímapunkti í okkar skólagöngu. Ég man mjög vel eftir mínum handavinnukennara í Melaskóla forðum daga og græna kettinum sem við vorum

2017-01-26T22:09:49+01:0027. apríl 2015|Categories: Prjón|Tags: , |0 Comments

Fljótfærnismistök í prjónaskapnum

Ó mig auma! Ég hef gert fljótfærnismistök. Eiginlega er það þannig að ég byrjaði að prjóna þessa lopapeysu en án þess að hafa úthugsað munstrið fyrst.

Nú er ég byrjuð með þetta þema, sem mér finnst vera fallegt, en ég get ekki fyrir mitt litla líf ákveðið hvernig ég á að halda áfram með þetta í

2017-01-17T13:55:17+01:0014. apríl 2015|Categories: Hitt og þetta|Tags: |0 Comments

Danskur matur?

Síðasta í því helvíti um hvað maður á að velja að leggja sér til munns, finnst mér eiginlega orðið eðlilegast að leggja sér til munns það sem hægt er að fá af því landi er maður býr í.

Ég veit náttúrulega og þekki vel hvað það er á Íslandi, þúst, fiskur, lambakjöt, rótargrænmeti (og náttlega allt

2015-06-19T08:35:01+02:0012. apríl 2015|Categories: Lífið og tilveran|Slökkt á athugasemdum við Danskur matur?

God is in the house

Ég trúi á Guð, æðri mátt og kærleikann. Fyrst ég er orðin allsber á þessu bloggi get ég alveg eins talað um það sem stendur hjarta mínu næst. Það er þetta. Guð/æðri máttur og kærleikurinn.

Um daginn lenti ég í óttakasti svakalegu, ég er ennþá að jafna mig. Dagurinn þar sem óttinn náði mér, var langur

2017-01-17T13:55:17+01:008. apríl 2015|Categories: Lífið og tilveran|Slökkt á athugasemdum við God is in the house

Vínrauðar buxur og snuð

… var það sem aðallega varð á vegi mínum til vinnu í dag. Menn í vínrauðum buxum og svo höfðu blessuð snuddubörnin misst snuðin sín á göturnar alveg hægri vinstri.

Öllum finnst óþægilegt að vera nakinn. Mér finnst ég stundum nakin þegar ég skrifa hér. Ég bara einhvernveginn get ekki skrifað um nema það sem vill

2017-01-17T13:55:17+01:008. apríl 2015|Categories: Lífið og tilveran|Slökkt á athugasemdum við Vínrauðar buxur og snuð

Litafræði – kafli 1

Bíddu… er það að raða saman litum þegar prjónað skal eða heklað eitthvað sem örfáir útvaldir hafa sem meðfæddan hæfileika og við hin erum alveg bara í angistarkasti í garnbúðinni og hefðum sennilega frekar getað farið með öll erindi þjóðsöngsins, án þess að hika, heldur en valið t.d þriðja litinn við þessa tvo sem við vorum búin

2018-11-20T15:54:05+01:0025. mars 2015|Categories: Lífið og tilveran|Tags: , |0 Comments

Deit og vorboði

Verður bloggið mitt lesið ef það eru engar myndir af börnunum? Þetta er svona eins og þegar maður eignast börn fyrst, þá hættir maður að vera til fyrir sínum eigins foreldrum, hættir að skipta máli og bara börnin fá athygli. Ég meina! Öhh! Það er ýkt geggjað ósanngjarnt!

Við erum ALDREI, og þá meina ég ALDREI

2017-01-17T13:55:17+01:0024. mars 2015|Categories: Lífið og tilveran|Slökkt á athugasemdum við Deit og vorboði

Hversdagsraus

Það er þetta með hversdaginn. Þrátt fyrir að honum fylgi allskonar krumpuð fullorðinsvandamál, þá er hann oft bara svo ágætur. Enn ágætari þegar ég hef keypt rósir á eldhúsborðið mitt. Þessar eru líka svo fallegar. Þær eru hér, núna viku eftir að ég keypti þær, í fullum blóma, ennþá! 

2017-01-17T13:55:17+01:0022. mars 2015|Categories: Lífið og tilveran|Slökkt á athugasemdum við Hversdagsraus

Hnetur eða ekki hnetur

Ég hef aldrei þolað duftið sem kemur með í skálina þegar maður sturtar síðasta morgunkorninu úr pakkanum. Mér finnst það vera óþægilegt undir tönn, dreifist einhvernveginn útum allan munn og gerir morgunkornsskálina ljóta á að líta. Ég vil hafa morgun matinn bara svona klipptan og skorinn, ekki dreifðan í einhverri  óreyðureglu.

Það er reyndar margt annað

2017-01-17T13:55:17+01:0018. mars 2015|Categories: Lífið og tilveran|Slökkt á athugasemdum við Hnetur eða ekki hnetur

Síðbúin afmælisveisla

Um daginn, sunnudaginn nánar tiltekið, héldum við svokallaðan fællesfödselsdag, eða sameginleganafmælisdag fyrir Fagra og 5 aðra krakka í bekknum hans.

Mér finnst þetta sniðugt fyrirkomulag og þó svo að ég hafi kvartað oft og mörgum sinnum undan öllu þessu fælles-öllu, þá hafði ég saknað þess.

Það er þá haft þannig að það eru bara 4 barnaafmæli á

2017-01-17T13:55:17+01:0010. mars 2015|Categories: Lífið og tilveran|Slökkt á athugasemdum við Síðbúin afmælisveisla
Go to Top