Verður bloggið mitt lesið ef það eru engar myndir af börnunum? Þetta er svona eins og þegar maður eignast börn fyrst, þá hættir maður að vera til fyrir sínum eigins foreldrum, hættir að skipta máli og bara börnin fá athygli. Ég meina! Öhh! Það er ýkt geggjað ósanngjarnt!

Við erum ALDREI, og þá meina ég ALDREI þessu vant búin að vera með hornös öll sem eitt. Margir, ekki allir, búnir að leggjast með hita. Þar sem við verðum aldrei veik, þá þykir okkur nú nóg um. Bjútíbína fékk hita í hverri viku, á miðvikudegi eða fimmtudegi, í 3 vikur í röð. Síðasta vika var verst og stóð hún á garginu allar næturnar og var með svo mikið hor að ég gat ekki sofið fyrir hrotu(ó)hljóðum í henni. Allir eru hressir núna samt, alveg eins og ekkert hafi í skorið.

deit-med-thorva

Áður en allt fór til helvítis fórum við Eiginmaður á deit. Það gerist nú næstum aldrei heldur. Þannig að síðustu dagar hafa eiginlega verið svolítið spes. Dagurinn var reyndar dagur eins og ég vil hafa alla dag. Fyrst fór ég í yoga, fór svo á yoga-vímunni niðrí bæ með Eiginmanninum. Eftir það fór ég í flaututíma. Það finnst mér vera fullkominn fyrripartur dags. Ég man ekkert hvað gerðist restina af deginum.
vorbodiUm daginn á leiðinni úr vinnu þurfti ég í búð og ákvað að fara í eina á Christianshavn. Tók ég þá ekki eftir því að það var verið að taka niður svona útigrænmetissölubás. Það er pottþéttur vorboði! Fyrir utan að það er komið nýjabrum á sum tré… það er samt frekar kalt ennþá.