Ég trúi á Guð, æðri mátt og kærleikann. Fyrst ég er orðin allsber á þessu bloggi get ég alveg eins talað um það sem stendur hjarta mínu næst. Það er þetta. Guð/æðri máttur og kærleikurinn.

Um daginn lenti ég í óttakasti svakalegu, ég er ennþá að jafna mig. Dagurinn þar sem óttinn náði mér, var langur og erfiður. Þessi dagur er með mig í heljargreipum, hann er á repeat í hausnum á mér. Myndir og hljóð frá þessum degi spilast aftur og aftur. Í “gamla daga” hefði ég verið í sirka 3 vikur að jafna mig, oft nógu lengi til þess að verða aftur ótta-slegin og var oft í endalausum ótta. Ég get ekki sagt að þá hafi staðið í mér heil brú. En núna er þetta öðruvísi, því ég trúi á Guð, æðri mátt og kærleikann.

Reyndar, um daginn, í óttanum, þegar ég hélt að ég myndi andast bara þá og þegar, kveikti fyrir rælni á útvarpinu og hvað gólaði, hreint og beint gargaði útvarpið?

…GOD IS IN THE HOUSE!!!

Hehe. Það var eitthvað svo geggjað. Guð er kannski ekki með símalínu, eða ég veit þá allavegana ekki númerið hjá honum, en hann kemur skilaboðunum áleiðis. Hann þarf oft að garga þau til mín, það er svo mikið að gera í hausnum á mér að ég heyri illa það sem við mig er sagt.

Lagið sem ómaði var og var bein skilaboð til mín er þetta lag með vini mínum Nick Cave.