Garðaprjón

Dömur mínar og herrar! Ég kynni hér garðaprjón, afar erfið tækni sem aðeins færustu prjónarar ráða við!

Djók. Það er lítið mál að prjóna garðaprjón og flest höfum við prufað það á einum eða öðrum tímapunkti í okkar skólagöngu. Ég man mjög vel eftir mínum handavinnukennara í Melaskóla forðum daga og græna kettinum sem við vorum látin prjóna með garðaprjóni.

Þar sem að garðaprjón er í námskrá menntastofnana á Íslandi, má líta á þetta myndband sem upprifjunar tækifæri, eða ef þú ert að læra að prjóna í fyrsta skipti þá hentar það líka, en þá myndi ég kíkja fyrst á uppfitjunarmyndböndin.