Um daginn, sunnudaginn nánar tiltekið, héldum við svokallaðan fællesfödselsdag, eða sameginleganafmælisdag fyrir Fagra og 5 aðra krakka í bekknum hans.

Mér finnst þetta sniðugt fyrirkomulag og þó svo að ég hafi kvartað oft og mörgum sinnum undan öllu þessu fælles-öllu, þá hafði ég saknað þess.

Það er þá haft þannig að það eru bara 4 barnaafmæli á ári í hans bekk. Þeim er skipt upp ársfjórðungslega og við héldum s.s afmælisveislu með krökkum sem eru fædd í jan, feb og mars. Sniðugt líka að því leiti að það er bara ein afmælisgjöf í staðinn fyrir 26 litlar gjafir þá fá þau eina veglega í staðinn. Gott plan. Þetta var líka svona í bekknum hennar Sprengju, en nú er hún jú 12 að verða 13 og allt afmælishald að breytast. Þrettándinn talar um að halda strákaafmæli, fara í paintball og láta þá gista… hann er nýbúinn að vera í afmæli þar sem var í boði að gista.. ég bara fékk andateppu við tilhugsunina. Yfir 10 13-15 ára strákar í gistingu. Égheldnúekki!

sindri-afmaeli

Þarna er Fagri með bekknum sínum. Myndarlegir krakkar og allt fór vel fram. Kosturinn við svona veislu er að það verður hægt að leigja t.d þetta skóladagheimili og allt varðandi mat og frágang verður leikur einn. Við vorum ss 12 foreldrar þarna.. ekki laust við að það hafi verið ekkert að gera fyrir suma.

gummi-og-arna

Við mættum að sjálfsögðu öll á svæðið.

prut

Þar sem veislan var haldin á skóladagheimili voru milljón herbergi til þess að leika sér í. Ekki það að við fengum alveg dásamlegt veður, sólskin og logn. Þau voru að mestu bara úti að leika. Á einum veggnum fundum við þessa ágætu mynd. Hehe, prut = prump.