Nú er komið að því dömur mínar og herrar. Nú skal skipt út garni í uppskrift! Hver hefur ekki lent í því að vilja prjóna eftir uppskrift þar sem uppgefið garn er allt annað en þig langar að prjóna úr? Þetta getur átt við ef þig langar að prjóna lopapeysu þar sem uppskriftin reiknar með t.d Léttlopa en þú vilt prjóna úr Plötulopa, eða þú vilt nota eitthvað allt annað en lopa.

Þessi aðferð er nytsamleg ef þú ert að fara að prjóna úr garni sem er fínna eða þykkara en uppgefið garn. Það sem þú þarft er uppgefin prjónfesta í uppskrift, þín eigin prjónfesta (sorry, verður að gera prjónfestuprufu) og þessa reiknivél hér fyrir neðan.

Þegar uppskrift er umreiknuð, verður að umreikna allar tölur í valinni stærð og ef það sem prjónað skal er með munstri, verður að ath hvort munstrið passar inn í nýjan lykkju- og umferðafjölda. Þessi aðgerð er ekki eins mikil grýla og maður heldur í fyrstu. Krefst pínu einbeitingar og ég vona að reiknivélin muni hjálpa til.

SMÁ LEIÐBEININGAR MEÐ REIKNIVÉLINNI

lykkjufjoldi-reiknivel

Í fyrsta reitinn kemur sá lykkjufjöldi sem gefinn er upp í uppskriftinni, þá í þeirri stærð sem þú hefur valið að prjóna (hér 140). Í reit tvö kemur lykkjufjöldi skv. prjónfestu sem gefin er upp í uppskriftinni (hér 18L). Í reit þrjú slærðu inn þinni eigin lykkjufjölda, skv. þinni prjónfestuprufu (hér 27) og þá færðu í reit 4 nýjan lykkjufjölda.

Þannig ef uppskrift segir að það eigi að fitja upp 140 lykkjur, eins og er í þessu dæmi, þá fitjar þú upp 210 lykkjur.

Sama aðferð fyrir umferðirnar.

Það getur komið upp að reiknisdæmið gefi af sér tölu sem er ekki heil, þá verður þú að námunda annaðhvort upp eða niður (ef talan er með .5 eða hærra námundarðu upp að næstu heilu tölu, annars niður 1.5 verður 2 og 1.4 verður 1).

 

REIKNA ÚT NÝJAN LYKKJUFJÖLDA

 

REIKNA ÚT NÝJAN UMFERÐAFJÖLDA