Við fengum heimsókn um páskana, karl faðir minn kom og heiðraði oss með nærveru sinni. Við gerðum hitt og þetta en áttum mest af öllu góða páska með góðum mat og samveru.

2015-04-04 17.13.29

Ýmislegt þurfti að athuga og græja og gera. Bjútíbína les bók fyrir afa sinn meðan hann skipti um strengi í gítarnum mínum.

Við fórum að skoða Den Blå Planet, eitthvað af börnunum hafði komið þangað með skólanum, en ég hafði ekki komið og heldur ekki Pa og Eiginmaður, ég segi fyrir mína parta að mér fannst þetta stórkostleg sjón. Ég tók myndir þar inni en það er svo dimmt þar að það sést ekkert á þeim.

2015-04-03 15.42.57

Kaffihúss selfie

Eftir að hafa skoðað þetta risa fiskabúr sem Den blå planet er vorum við hungruð, stoppuðum á kaffihúsi á Christianshavn og fengum kökur og gotterí. Það er var sérstakt við þá kaffishússferð var að við tókum ákvörðun á núll einni um hvaða kaffihús skyldi heimsótt. Það hefur nú bara aldrei gerst, það voru amk 5 kaffihús í sjónmáli og við hefðum auðveldlega getað verið í korter bara að ákveða hvort skyldi horft á þau sem væru til hægri eða vinstri.. og svo ætti eftir að ákveða hvert ætti svo að fara.

Kökurnar voru góðar, mmm.

2015-04-05 14.00.00

Við fóum að sjálfsögðu aðeins útí skóg. Núna eru þau svona en í fyrradag voru þau svona:

DSC_0003

Að skógarferðinni hér um páskana, Fagri fann mjög úrræðagóða plöntu sem hafði hreiðrað um sig í kuðungi

2015-04-05 14.00.10Við tókum apparatið með heim og settum hér útí grasagarðinn á svölunum, en plantan lifði ekki af.

2015-04-05 14.01.56

Menn þurftu líka að telja hve gamalt tréð hefði verið við hálshögg. Ég verð nú að viðurkenna að mér er ekkert um allt niðurhöggið í Amagerfælled þessa dagana. Finnst eins og ég hafi heyrt útundan mér að það eigi að breyta stórum parti af skóginum í tjaldsvæði.. TJALDSVÆÐI! Þvílíkt hneyksli, ég vona að þetta sé ekki rétt.

2015-04-05 14.10.55

Það er þannig þegar maður fer með karlkyni útí skóg, eða bara eitthvað, þá eru skyndilega allir komnir með prik. Og hvað skal gjört með prik? Það er jú hægt að nota það sem gönguprik, slátrunarprik (Únglíngur) og ég veit ekki hvað Eiginmaðurinn er eiginlega að gera, kannski sleikti hann prikið og er að gá til veðurs.

2015-04-05 14.13.07Stelpurófurnar fengu líka prik, auðvitað veit enginn hvað Bjútíbína gerði við sitt prik, hún hefur sennilega geymt það á góðum stað meðan hún var að böglast við að labba í þessum svakalega.. eða ekki, móa.

2015-04-05 14.03.36Yfirráðari alls situr á hásæti sínu í miðjum skógi.

2015-04-05 14.04.40

Hinn yfirráðarinn þvældist fyrir. Hún er samt alveg rosalega mikið til í að labba. Nær í skóna sína í tíma og ótíma og gengur um eins og herfrelsuð. Ekkert blávatn þar á ferð, reyndar frekar en annað kvenfólk sem ég hef alið af mér.

2015-04-05 14.24.56

Við töltum uppá hæð eina í skógi vorum. Þar voru nokkur tré saman komin í þyrpingu, einu trén þarna uppi nótabene. Merkilegt nokk, þá er grjóthnullungur þar inni og auðvitað þegar maður snýr sér við er Fagri kominn í þetta fylgsni. Við buðum okkur í heimsókn auðvitað.

2015-04-05 14.24.30

Fallegt útsýni, svolítið berangurslegt, hér hefur mikið breyst síðan um páska, allt húrrandi grænt. Guðmundur með prik.

2015-04-05 14.28.35

Annar Guðmundur með prik. Horft yfir dalinn og svo fórum við heim.

Ég veit það stundum ekki, kannski er það því ég er eldri, en kannski líka því ég er í meira sambandi við sjálfa mig heldur en á árum áður, en mér finnst orðið svo erfitt þegar fólk fer frá mér. Næst verð ég að fara með vatnsheldan maskara á völlinn og mikið óskaplega hlakka ég til, þegar næst.