Síðasta í því helvíti um hvað maður á að velja að leggja sér til munns, finnst mér eiginlega orðið eðlilegast að leggja sér til munns það sem hægt er að fá af því landi er maður býr í.

Ég veit náttúrulega og þekki vel hvað það er á Íslandi, þúst, fiskur, lambakjöt, rótargrænmeti (og náttlega allt hið græna úr búðinni), egg og mjólk.

Sá þátt um hvað best sé að borða í sjónvarpinu og þar var saga um þorp þar sem nánast ekkert var um sjúkdóma. Það fólk borðaði af landinu sínu og af öllum dýravörum, bara fuglakjöt. Vísindamenn hafa flykkst þangað til að skoða. Í þessum þætti var Ísland líka tekið sem dæmi um þar sem hreinan mat og lítið um veikindi væri að finna.

Spurning dagsins er hinsvegar þessi: hvaða matur er “matur danans”?

Ég mun ekki leggjast í öl, spikfeitt svínakjöt og rjóma.