Ég er svo sein með þessar myndir, ég tók þær fyrir ýmist mánuði eða tveim vikum síðan, þegar ég ætlaði að segja frá því hve magnað mér finnst vorið vera á svo marga vegu. Hvernig á að lýsa því að það víbrar allt hér af komandi lífi? Allavegana. Best að koma þessu frá sér, þó þetta líti ekki svona út akkúrat núna. 2015-04-11 11.51.03

Ég er svo hrifin af þessum fallegu hvítu blómum sem koma á einhver tré hér útum allt. Ég myndi segja að þetta sé fyrsta táknið um að það sé komið vor. Mér finnst eins og á Íslandi sé það svona ljósgrænn litur, en hér kemur eiginlega hálfpartinn hvítt og gult fyrst. Þetta stendur furðu stutt yfir, í dag má maður hafa sig allan við að fá þessi blóm ekki uppí sig, þau eru á ferð og flugi. Ég er amk fegin að vera ekki með frjókornaofnæmi.2015-04-17 08.55.41

Þessi misskildi eitthvað hvert allir voru að fara. Greyið. En hans verður minnst með hlýhug.

2015-04-18 17.05.38

Garðyrkjustöð Félagsbúsins  í startholunum. Núna er allt orðið mun bústnara og útlit fyrir ber, bláber, sólber og rifsber í kannski hálfa sultukrukku, sé þeim öllum blandað saman.
2015-04-28 18.07.43Og svo þessir. Þessir eru uppáhaldið mitt. Ég tók myndina af brú sem er þarna yfir. Þetta fuglapar hefur 4 unga. Þeir eiga heima í hreiðri á vatninu sem liggur við húsið sem við búum í. Dásamlegt að fylgjast með þeim, ýmist á ferðinni þarna eða hinum megin við vatnið, eitthvað að fá sér í gogginn eða vera undir vængnum hjá mömmu sinni í hreiðrinu meðan pabbinn fer og sækir eitthvað æti.

Við Fagri sáum síðan um daginn önd sem hafði 14 unga með sér, þeir voru á leikvellinum hér fyrir utan, auðvitað fara allir andarungarnir á leikvöllinn. Hehe.