Ég skal nú bara segja þér afhverju lögreglumenn eru svona heitir. Það er útaf því að þeir eru í góðu formi, þeir eru í júniformi (það er bara eitthvað viðða, það er ómögulegt fyrir mig, gifta manneskjuna að útskýra það eitthvað nánar), þeir eru sterkir og hvernig á að útskýra það þeir eru hnífskarpir (svo ég þýði beint úr danamáli). Það er alveg kveikt á þeim, þeir eru ekki sofandi eða hangandi, heldur teinréttir og þandir einhvernveginn.

Ég lenti nefnilega í því á leið minni til vinnu hér í kveld að stoppa á gatnamótum við marglitaða bíóið niðri í bæ. Þar voru svona 20-30 einkennisklæddir og þeir komu úr brynvörðum bílum. Ég hélt þetta væri vegna mótmæla, það er svaka viðbúnaður þegar það eru mótmæli, líka þó það væru langömmur með göngugrind.

En það voru engin mótmæli, heldur einhver ólæti. Ég stóð þarna við hjólhest minn og dáðist að útsýninu (allir lögreglumennirnir) þegar ég heyri að hinum megin eru óbreyttir borgarar að góla eitthvað og fyrr en varir hefur, að ég vil meina, aðal löggan blístrað á hina gefið þeim eitthvað merki og svo stukku nokkrir af þeim inní þvöguna sem hafði myndast og á sekúndubroti höfðu þeir yfirbugað einhvern óeirðasegg. Um leið og þetta gerðist húrraði löggan sem hafði staðið fyrir hjólagötunni okkur áfram. Best að forða sér þá. Ég fékk alveg hjartsláttartruflanir og óþægindi þegar ég heyrði svo, þegar ég var nær komin í vinnuna, sírenuvæl, en það er ekki víst að það hafi verið neitt útaf þessu.

Finnst mér óeirðarseggir ekki heitir? Nei. Það er útaf því að þeir eru ekki löggan og það er alltaf eitthvað merkilegt við augnaráðið á þeim mörgum, svona tómt og pínulítið eins og það sé ekkert á bak við augun og svona sljó. Á móti er löggan með augun svo vakandi að það kæmi mér ekki á óvart að löggur gætu ræst bílinn með augunum.

Lögreglukonur? Jú, þær eru líka heitar.