Litafræði – kafli 1

Bíddu… er það að raða saman litum þegar prjónað skal eða heklað eitthvað sem örfáir útvaldir hafa sem meðfæddan hæfileika og við hin erum alveg bara í angistarkasti í garnbúðinni og hefðum sennilega frekar getað farið með öll erindi þjóðsöngsins, án þess að hika, heldur en valið t.d þriðja litinn við þessa tvo sem við vorum búin