About Gudmundsdottir

Ég get ómögulega ábyrgst að þú ekki farir að gráta því þú hefur fengið svo mikinn aulahroll. Ég get heldur ekki ábyrgst að þú móðgist ekki eða pissir í buxurnar af hneykslan. .. ég ætla að skrifa flestum stundum bara það sem mér er hugleikið þá stundina. Ég hef síðan tröllatrú á því að fólk hafi rétt á, og geri það reyndar ótt og títt, að skipta um skoðun.

Bláeygur hestur

Dularfull mynd ekki satt?

Ég er svo hrifin af því, engar nýjar fréttir, að það er alltaf fullkomin litasamsetning í náttúrunni. Alveg sama hvaða veður er. Grasið, eða sefið þarna passar alveg jafn vel við gráan himininn og dökkbrúnu stráin í þessu verðri eins og þegar það er blár himinn og sól.

2017-01-17T13:55:15+01:0028. janúar 2016|Categories: Lífið og tilveran|0 Comments

Árið sem leið

 

Gleðilegt nýtt ár allir saman. Við áttum hér góða jólahátíð og áramótin voru ljúf í faðmi okkar sjálfra. Fengum hingað Jóhannes mág minn um jólin og erum sammála um að það væri leiðinlegt eyða jólunum „bara“ við, þ.e að fá engan í heimsókn til að njóta jólanna með eða fara eitthvað sjálf.

Hvernig á ég að

2017-01-17T13:55:15+01:002. janúar 2016|Categories: Lífið og tilveran|0 Comments

11 stiga hiti og jól á morgun

Hér er nú svo heitt að ég á alveg eins von á því að ég muni heyra lömb jarma og sjá litla andarunga rölta sér í bað á eftir mömmu sinni hér innan skamms. 11 stiga hiti var það heillin í Kóngsins í dag. Það er samt ekki heitt, heitt, það er alveg úlpuveður, en

2015-12-23T18:39:45+01:0023. desember 2015|Categories: Lífið og tilveran|0 Comments

Fallegt veður og sennilega ættgengir andlitsdrættir

 

 

 

Hér er eiginlega samt ekki vetur sko. Það er eiginlega frekar mjög dimmt haust. Um daginn, já, í eintölu, kom frost. Ok, ok, það var ekki alveg frost, heldur rétt niðri við núllið. Já.. altsvo, mér leið samt eins og mér hefði verið hent í frystikistu og hef, af líkamlegu sjokki síðan þarna á mánudaginn,

2017-01-17T13:55:15+01:0017. desember 2015|Categories: Lífið og tilveran|1 Comment

Ferð til útlanda

Við gerðum víðreist í dag. Við sem aldrei förum spönn frá rassi stigum uppí lest og tuðruðum beint yfir til Svíþjóðar, Malmö nánara tiltekið.

Ok, ok.. ég veit að það er næstum því varla hægt að tala um útlanda ferð í þessu samhengi en við vorum nú samt í öðru landi með öðrum peningum og öðru

2017-01-17T13:55:15+01:0012. desember 2015|Categories: Lífið og tilveran|0 Comments

Baðherbergisálfur, mAmma R og hin árlega orðræða um jólahald og jólahefðir

Það er bara þessi aldur, sem Bjútíbína er á, sem er svo skemmtilegur. Hún er með allskonar æfingar í sturtunni, eða tút tút eins og hún vill meina að þetta séð kallað. Þarna situr hún jú ofan í annarri fötunni og með hina sem hatt, en ekki hvað, og svo með eitthvað vatnsleikfang í kjöltunni.

2017-01-17T13:55:15+01:0011. desember 2015|Categories: Lífið og tilveran|0 Comments

Kertagerð, undarleg staðsetning greips, IKEA ferð og Sona Grata

Nújæja krakkar mínir. Bjútíbína var eiginlega búin að hafa það mega skítt, þá í kringum tímann þar sem við fórum uppá sjúkrahús til að láta athuga með dömuna. Fór það svo þannig að þó það hefði átt að hringja í okkur á föstudegi með niðurstöður úr prufum, og ef ekki yrði hringt þá væri allt

2017-01-17T13:55:15+01:0026. nóvember 2015|Categories: Lífið og tilveran|0 Comments

Allt skiptir máli, líka að setja fána á prófælinn á FB

Hugsanir fólks eru ekki ekkert. Skilurðu mig? Það er deginum ljósara að jákvæðni elur af sér jákvæðni og bjartsýni og neikvæðni elur af sér neikvæðni og svartsýni. Það eru allir sammála um það.

Fólki sem líður eitthvað mis er hvatt til að vera jákvætt einmitt útaf því að það er satt og sannað að jákvæðni og

2015-11-16T14:38:35+01:0016. nóvember 2015|Categories: Lífið og tilveran|0 Comments

En, fía, fem…

… er hvernig Bjútíbína telur.

Ég er leið yfir því sem gerðist í Frakklandi í gær. Ég er líka leið yfir öllu fólkinu sem er á flótta hingað í áttina að okkur, sérlega útaf því að ég held að því líði eins og þeim sem ákváðu 11.september 2001 að hoppa út um glugga í brennandi byggingu,

2015-11-14T20:16:31+01:0014. nóvember 2015|Categories: Lífið og tilveran|0 Comments

Svo margt, svo margt

Tréleikplássið er eitt af mínum uppáhalds stöðum hér í Kaupmannahöfn. Reyndar er ég mjög hrifin af öllum leikplássunum hér. Það er sannarlega ýtt undir ímyndunaraflið. Mörg leikpláss hafa trampólín, það er með eindæmum gaman. Á tréleikplássinu, sem er hér rétt hjá, er svona renniróla. Ég veit náttúrulega ekkert almennilega hvað svona róla heitir en hjá

2017-01-17T13:55:15+01:0013. nóvember 2015|Categories: Lífið og tilveran|0 Comments

Spilaskápurinn tekinn í gegn

Það er þekkt þegar það verður ótrúlega mikil þögn alltí einu á heimili þar sem smábarn er við völd. Það var þögn alveg í dágóða stund meðan Bjútíbína ordnaði spilaskápinn okkar.

Spilaskápinn heimsækjum við reyndar mjög sjaldan. Það hefur einhvernveginn ekki legið mikið fyrir okkur að spila. Mér finnst það ekki leiðinlegt, síður en svo, en

2017-01-17T13:55:16+01:003. nóvember 2015|Categories: Lífið og tilveran|0 Comments

Sturtusjokk

Aldrei er ein báran stök.  Ef ein mígur, míga allar. Fyrr má nú rota en dauðrota.

Þetta eru allt sannar fullyrðingar og það er líka þessi: á mannfólki vex hár.

Já ég veit. Ég er alltaf að tala um hár, en það er heldur ekkert skrítið. Við erum jú fjölskyldan með hárið. Ekkert barn er fætt án

2017-01-17T13:55:16+01:0020. október 2015|Categories: Lífið og tilveran|0 Comments

Afmæli, svínaþarmar, úlfaldar, matur og fleira.

Stundum mætti ímynda sér að heilasellurnar í heilanum á mér væru með fætur, sem þyrftu að ganga um í svakalega þykkri og stífri karamellu. Erfitt mætti ætla.

Útaf því að ég er með karamelluheila þá sá ég, þegar ég var að sækja myndir fyrir þennan bloggpóst að ég hafði sótt myndir, ekki bara einusinni heldur tvisvar,

2017-01-17T13:55:16+01:0016. október 2015|Categories: Lífið og tilveran|0 Comments
Go to Top