Þessi maður! Þetta barn!

baka-piparkokur

Aftur þetta barn! Hún sýndi því engan áhuga að fletja út né éta piparkökudeigið. En fann hinsvegar perlurnar og gerði mikinn og stóran skurk í að fletja þær út og glasa þær af borðinu og beint niður á gólf.. sem fær hár mín til að rísa því ég man ennþá mjög vel eftir því að hafa tínt hvera einust f******* perlu af gólfinu hér um árið (þar sem ég apparentlí hef staðið í því að afdúfa Kaupmannahöfn líka..)

mala-piparkokur

Hún sýndi því mun meiri áhuga að skreyta piparkökurnar heldur en að baka þær. Ég hef bara aldrei séð barn vanda sig svona svakalega.

bruin

Þegar kona vinnur við hliðina á eigin uppþvottavél og sefur í sama rými þá er ekki eins og það sé mjög aðkallandi að fara úr húsi. Sem er ástæðan fyrir mjög tíðum hjólaferðum um borg og bý, aðallega bý akkúrat þessa dagana og gönguferðir í búðina. Fórum eina bunu um daginn og lentum á þessari flottu brú. Hún er hér ekki langt frá og á svæði sem við höfum oft hjólað um. Enn og aftur gerist það sem ég er svo hrifin af við að búa hér, að ég sé eitthvað nýtt í umhverfi mínu. Hef aldrei komið á þessa brú áður, né í hverfið sem við fórum um hinum megin við brúna. Það er geðveikt flott og ég er búin að ákveða að flytja þangað í risastórt einbýlishús með risastórum garði.

sindri-a-brunni

utsyni-til-vinstri-a-brunniÚtsýnið af brúnni. Fagra fannst brúin vera ótrúlega stór og mikil miðað við ekki meira vatn undir henni. Urðum samt sammála um að sennilega væri líklegt að það væri stundum meira vatn á þessu svæði, en í grunninn fannst honum þetta eiginlega hálf fáránleg hönnun.

Sjáðu bara litla gula húsið við endann. Hvað er inní því eiginlega?