Hér er eiginlega samt ekki vetur sko. Það er eiginlega frekar mjög dimmt haust. Um daginn, já, í eintölu, kom frost. Ok, ok, það var ekki alveg frost, heldur rétt niðri við núllið. Já.. altsvo, mér leið samt eins og mér hefði verið hent í frystikistu og hef, af líkamlegu sjokki síðan þarna á mánudaginn, sofið með hitapokann í fanginu eða á tánum.

Það er það heitt síðan í dag, held það séu uppundir 10 gráður í plús, amk var það í veðurfregnum hér fyrir stuttu, ég er auðvitað ekki með hitamæli hér hjá mér.  Hefði kannski átt að óska eftir slíkum í jólagjöf…

En. Það sem var svo fallegt við þennan ágæta mánudag var einmitt veðrið. Sjáðu bara! Fyrir örstuttu síðan var þetta allt saman grænt og gult og rautt og fjólublátt, en núna er þetta brúnt og grátt með ljósfjólubláum himni ofaná. Alveg sama hvaða litasamsetning er, hvort það eru fallegustu sumarlitirnir, eða vetrarlitirnir, samsetningin er alltaf fullkomin.

frost-dagur

Ég var líka alveg heilluð af fjólublámanum sem lá yfir leið minni uppí tónskóla. Kyrrðin einhvernvegin algjör.


sindri-med-svipinn

Um helgina síðustu steikti ég, fröken Bústýra, þrátt fyrir að hafa verið Bústýra nú í hátt á tvo áratugi, í fyrstaskipti kleinur alein og uppá eigin spýtur. Í fyrra, fyrir meira en ári síðan gerði ég tilraun sem fór ekki vel, en það var útaf því að ég fór eftir tilviljanakenndum leiðbeiningum frá hinum og þessum á Facebook. Endaði vægast sagt í vandræðum með öll 2 kg af hveitinu í hrærivélaskálinni minni, þau komust auðvitað ekkert almennilega þar ofaní…

En í fyrra, fyrir ári síðan, þá fékk ég kennslu og uppskrift af fagmanneskju (mÖmmu L) og í ár gerði ég hinar flottustu kleinur þó víðar væri leitað. Ég amk fann engar sem voru betri og þá eru þessar kleinur þær bestu og hafið það!

Kleinurnar eru samt ekki það sem ég ætlaði að ræða heldur svipurinn á Fagra á þessari mynd. Afþví að sama svip er að finna á myndinni hér fyrir neðan:

sunneva-med-svipinn

Þetta er ekki tekið sama kvöldið. Þau gera bara svona greinilega blessuð börnin..