Það er þekkt þegar það verður ótrúlega mikil þögn alltí einu á heimili þar sem smábarn er við völd. Það var þögn alveg í dágóða stund meðan Bjútíbína ordnaði spilaskápinn okkar.

Spilaskápinn heimsækjum við reyndar mjög sjaldan. Það hefur einhvernveginn ekki legið mikið fyrir okkur að spila. Mér finnst það ekki leiðinlegt, síður en svo, en einhvernveginn höfum við eiginlega ekki gert neitt af því.

Hér hefur kólnað töluvert. Alveg komið úlpuveður, ekki alltaf húfuveður, en fólk með þurra húð eins og ég ætti að vera með vettlinga. Svo milt veður samt og eitthvað svo fallegt allt í haustblíðu og haustlitum.

Brjálað að gera í vinnunni, ég er að fílaða. Ég er hætt að skúra og er að vinna hjá sjálfri mér. Mér hefur alltaf líkað svakalega vel við eigin selskap svo ég og ég erum alveg í S-inu okkar hér einar á “skrifstofunni” alla daga að hanna og leysa vandamál. Er að vinna að mörgum spennandi verkefnum. Ég kannski segi betur frá þeim þegar ég er búin meððau.

Reyndar kláraði ég tvö smáverkefni um daginn, þau má skoða á síðunni minni.