Hugsanir fólks eru ekki ekkert. Skilurðu mig? Það er deginum ljósara að jákvæðni elur af sér jákvæðni og bjartsýni og neikvæðni elur af sér neikvæðni og svartsýni. Það eru allir sammála um það.

Fólki sem líður eitthvað mis er hvatt til að vera jákvætt einmitt útaf því að það er satt og sannað að jákvæðni og bjartsýni hjálpar. Það segja það allir, hefurðu ekki heyrt það? Og þar með erum við, ég og þú, 100% sammála um að hugsanir skipta máli, ekki rétt?

Það væri á við að rökræða við orm að halda því fram að hugsanir þínar komi bara þér við. Hefurðu ekki hitt þennan sem kvartar útí farking eitt. Allt er að. Ekkert er nógu gott. Allt kemur fyrir hann. Það rignir, búhú, það snjóar, mehe, það er sól, væl, væl. Þegar við hittum fólk sem hefur svona þankagang þá gengur það sannarlega út yfir okkur líka. Sama þegar við hittum jákvætt fólk sem virðist fullt af einhverskonar lífsgleði sem sannarlega smitar, já hvort ef ekki við teljum svoleiðis fólk vera geislandi.

Þá er tvennt komið á hreint, hugsanir skipta máli og hugsanir eru ekki staðbundnar við þá persónu sem hugsar þær.

Þá er kominn tími til að ég segi þér enn annað varðandi hugsanir. Hugsanir eru orka. Þú veist, mmm við fáum svo góða orku frá manneskjunni sem geislaði svona fallega, við hrífumst með manneskjunni sem er svona líka drífandi og atorkusöm, við verðum alveg búin áðí að hlusta á pípið í kvartaranum, jafnvel þó hann segi ekki neitt, hann ber það með sér.

Þá erum við, ég og þú, sammála um að hugsanir skipti máli, þær eru ekki staðbundnar við persónuna sem hugsaði þær og að hugsanir séu orka.

Nú er það þannig að allar neikvæðar hugsanir sem hugsaðar eru safnast saman í kosmósinu. Ég grínast ekki. Þú veist að sækjast sér um líkir og það sama gildir um hugsanir. Neikvæðar hugsanir = neikvæð orka (mannst að hugsanir eru orka). Það er auðveldara að sjá að neikvæðar hugsanir safnist saman ef þú ímyndar þér hugsanir sem orku, það er auðveldara að sjá fyrir sér og réttlæta í litlu bauninni að orka sem er sömu gerðar safnist saman.

Þetta er líka satt um jákvæðar hugsanir, jákvæða orku.

Þá erum við, ég og þú, sammála um að hugsanir skipti máli, þær eru ekki staðbundnar við persónuna sem hugsaði þær, að hugsanir séu orka og að orka sömu gerðar (jákvæð og neikvæð  sem dæmi) safnast saman.

Þannig má sjá fyrir sér jákvæð orkuský og neikvæð orkuský, kærleikshugsanir dragast saman.

Það sem ég er að segja með þessu er að þegar margir hugsa í kærleika í einu myndast svaka mikil kærleiksorka, kærleiksorkuský. Þegar villimennið gerði árás á fólkið í Útey í Noregi fyrir ekki svo löngu síðan voru fyrstu viðbrögð almennings ást. Þegar hryðjuverkaárásirnar voru gerðar í Frakklandi um helgina voru fyrstu viðbrögð almennings ást.

Ég er ekki að tala um fjölmiðla, heldur almenning, okkur fólkið.

Facebook er pottþétt staður til þess að deila samhug. Afhverju ættum við ekki að gera það? Í gegnum samfélagsmiðla eru tengdar saman milljónhundruðþúsund manneskjur allstaðar að úr heiminum.

Það er ótrúlega powerful að sjá alla breyta prófæl mynd sinni í fánamynd. Það sýndi ekki bara að fólk hugsaði yfir til Frakklands heldur líka meira að fólk sýnir samstöðu gegn svona óbjóði. Það voru milljónir manna, sem með því að breyta um prófæl mynd á Facebook, hugsaði af kærleika til meðbræðra sinna og systra í heiminum. Þó svo að fyrir einhverja þá hafi hugsunin ekki verið lengri en þessa mínútu sem tekur að breyta prófæl myndinni þá er margföldunarkrafturinn svo mikill að kærleiksorkuskýið sem myndast hefur er strax risastórt.

Á Facebook var líka fundið uppá því að búa til viðburð (og það voru pottþétt margir svona viðburðir) þar sem fólk átti að kveikja á kerti til að sýna samhug vegna nýskeðra atburða. Það er líka stórkostlegt. Hugsaðu þér. Með því að búa til svona viðburð þá drógust milljónir manna inní samhuginn og notuðu tíma í að kveikja á kerti, horfa á ljósið loga, taka mynd af ljósinu og pósta því á vegg viðburðarins. Það hafði aftur þau áhrif að fólk hélt áfram að hugsa í kærleika því allir póstuðu mynd og við byrjuðum að læka hjá hvort öðru. Skilurðu, þetta er ekki einhverskonar eiginhagsmunasemi, þetta er náungakærleikur af fínustu gerð og í mjög nútímalegri mynd.

Þú veist alveg að frá örófi alda þá hefur fylgt fólki að gera eitt eða annað sem tákn fyrir ákveðinn þankagang. Skilurðu, þetta heita m.a helgisiðir. Í sumum kirkjum tíðkast að kveikja á kerti til minningar um eitt eða annað. Annarsstaðar leggst fólk á grúfu og biður bæn. Í Yoga er gerðar æfingar og hugleiðsla, það er ástæða fyrir þessu krakkar mínir.

Með því einu að breyta prófæl mynd á Facebook, sameinast stórkostlega mikið af fólki í að hugsa á móti hryðjuverkum, ótta og vanvirðingu við mannlegt líf.

Nú. Ekki löngu eftir að allir (ég vil leyfa mér að halda að 99% þeirra sem ég er með á fb hafi breytt um mynd) breyttu um mynd kom í ljós að það hafði líka verið gerð hryðjuverka árás í Líbanon. Skyndilega fannst nokkrum að það væri óbjóðandi heiminum að vera með franska fánann yfir prófæl myndinni, rétt eins og fólki sem setti franska fánann stæði á sama um aðra sem eiga um sárt að binda og hafa lent í hræðilegum hremmingum, þegar svipað hafði gerst annarsstaðar í heiminum. Hvaða… “#)%#)(/$%(!

Sumir meira segja telja “okkur” (og meina mannfólk í heild) vera hræsnara vegna þess að við apparentlí eru bara aum yfir því sem gerist okkur næst. Það er ekkert þannig! Það er lang eðlilegast að vera mest sjokkeraður yfir því sem gerist nálægt og því sem gerist í umhverfi sem líkst manns eigin umhverfi.

Ertu ekki að sjá að það hefur ekkert að gera með hvort við settum franska fánann á prófæl myndina eða fána allra landa sem eru í baráttu ? Það sem skipti máli var að við tókum þátt í að hugsa kærleikshugsanir, hugsa á móti þessum fjára og auðvitað sendum við Frökkum, sem eiga í alvöru í hremmingum (ég meina að þó það séu árásir annarsstaðar þá núllar það ekki sársauka Frakka út, né öfugt), stuðning í formi hugsana.

Allir geta ekki bara farið til hrjáðra landa og hafist handa við hjálparstarf, það er ekki raunhæft og þessvegna er það sem við getum gert, að hugsa til þeirra sem eiga erfitt. Það skiptir máli. Allar hugsanir í þá áttina skipta máli, bæði mínar og þínar.

Þetta hefur að gera með að við séum að safna í kærleiksorkuskýið, breyta ótta í ást, útrýma vanþróuðum hugsunum óþroskaðra mannsveskja.

Breyta myrkri í ljós.