Stærsti gallinn við að vera sjálfstæður atvinnurekandi er klárlega sá að ef kona sjálf eða eitt barn verður lasið þá er enginn og þá meina ég bókstaflega enginn til þess að framkvæma það sem þarf að gera. Það er eiginlega verra.

Bjútíbína er veik, ekkert mikið en nóg til þess að enginn svaf í nótt og hún nennti þessu ekki og vildi bara fara á fætur klukkan 4.. halló!

arna-hoppar-i-polla

Um daginn fórum við, ég og hún, í göngu. Eða við fórum í búð og pósthús (hafa allir móttekið sendinguna?.. ekki allir í heimi, heldur þeir sem ég sendi..) og fórum í bakaleiðinni á tréleikplássið. Hún er meira en lítið spennt fyrir útivist. Mikið meira til í það heldur en önnur börn sem ég á (m.v þegar þau voru á hennar aldri). Hoppa í polla er auðvitað það sem börn ger þegar þau komast í tæri við þá. Það er alltí lagi.

sundbybad

Annar í sundi. Fyrsti í sundi var í janúar. Janúar var hinsvegar líka mánuður þar sem ég var að vinna 10 – 12 tíma vinnudag (plús öll heimilis vinnan auddað) svo eiginlega endaði það þannig að ég fór ekkert aftur í sund í janúar. Kona hefði getað lagt árar í bát og einhversstaðar í undirmeðvitundinni ákveðið að takast á við þetta í janúar árið 2017, en ég er á einhverju áður óþekktu róli núna. Þessvegna er annar í sundi í febrúar 2016 en ekki í janúar 2017. Betrunaráætlunin hefur bitið sig svo heiftarlega í mig að ég losna ekki við þetta.

Í sundinu gleymdi ég mér síðan gjörsamlega. Mér leið svo dásamlega. Hefur alltaf liðið vel á sundi. Mér fannst svo gaman að ég gleymdi að telja hve mikið ég synti. Það var nefnilega þannig að það var fullt af fólki að synda. Það var það sem ég sakna. Mér finnst gott að vera að gera mitt, í kringum aðra, en án þess að þurfa að eiga í orðaskiptum við þá. Einstaklings hópíþrótt mætti segja.

er-thar-njalli

Þetta er vaskurinn minn. Hann var ég að þrífa einn morguninn eftir morgunmat, sem aldrei fyrr, og sá þennan litla hvíta dúdd þarna. Það fyrsta sem ég hugsað var hvort það væri njálgur á heimlinu og að einn hefði as if by magic lent uppá eldhúsbekknum hjá mér og væri á leiðinni í vætuna og hlýjuna við vaskinn..

Auðvitað er þetta ekki njálgur heldur núðla. Eða smá biti af núðlu. Er ekkert merkilegt samt að þetta hafi verið það fyrsta sem ég hugsaði?

Ég er oft hissa á hverjar mínar fyrstu, einskonar ómeðvitaðar, hugsanir eru. T.d þegar ég var nýbúin að gjóta Sprengjunni þá var mín fyrsta hugsun að ég skildi núna hvernig rollum leið þegar þær væru að bera, þar á eftir hve hún líktist Jóa (sem á afmæli í dag, til hammó)…

hvernig-a-ad-hnoda-deig

Enn og aftur kennslustund í að hnoða deig. Það er langbest að hnoða það ekki í höndunum heldur láta vélina um það og fylla svo vökvann með það miklu mjöli að deigið hreinsar hrærivélarskálina fyrir þig á meðan þú hnoðar. Hringið í Hagkaup! Ég er tilbúin að skrifa Hagkaupsbókina um brauðbakstur og hnoðun brauðdeigs.

Að lokum lítið sýnishorn af sunnudags teikningunni. Ég hlakka svo til að teikna á sunnudögum. Vonandi verður það til þess að ég byrja að teikna ennþá meira.