Dularfull mynd ekki satt?

Ég er svo hrifin af því, engar nýjar fréttir, að það er alltaf fullkomin litasamsetning í náttúrunni. Alveg sama hvaða veður er. Grasið, eða sefið þarna passar alveg jafn vel við gráan himininn og dökkbrúnu stráin í þessu verðri eins og þegar það er blár himinn og sól.

2016-01-01 12.52.49

Talandi um litasamsetningu. Hittum þennan hest fyrir nokkru. Hann er með blá augu! Ég veit ekki hvort það er eðlilegt, hef ekki séð þannig áður. En töff var hann. Hélt kannski að hann væri blindur en virtist ekki vera því hann fylgdi okkur alveg og kom til okkar og svona. Ég mátti mynda hann í bak og fyrir.

Gleymdi að skrifa það í gær að “Kia kaster op i weekenden“. Jakk.