Það er bara þessi aldur, sem Bjútíbína er á, sem er svo skemmtilegur. Hún er með allskonar æfingar í sturtunni, eða tút tút eins og hún vill meina að þetta séð kallað. Þarna situr hún jú ofan í annarri fötunni og með hina sem hatt, en ekki hvað, og svo með eitthvað vatnsleikfang í kjöltunni. Það sem mér finnst skemmtilegast er að hún hefur ekki viljað hafa tærnar ofan á niðurfallinu í sturtunni, hefur fæturnar svona settlega til hliðar.

2015-12-07 09.25.44

Greipið mitt er ennþá á sínum stað og hefu heldur vaxið klaki um hrygg. Ég veit að ég lifi mjög spennandi og innihaldsríku lífi, en ég gef mér samt tíma til þess að fylgjast með örlögum þessa greips og annars sem fram fer í mínum ísskáp. Ég er spennt að sjá hvort greipið mun að endingu verða alþakið ís.

2015-11-28 18.53.30

Mamma kom í heimsókn! Við áttum dásamlega daga.

2015-12-01 18.10.00

Mamma og krakkarnir í tívolí. Ég var horfin á vit tónlistarinnar í kirkju einni á Frederiksberg, en var samt með aðeins í jólatívolíinu. Það er eitt það skemmtilegasta sem ég geri, að rölta um tívolí í hinum og þessum búningnum. Jólabúning, halloween-búning, sumarbúning. Allt svo flott. Í tæki? Nei, aldeilis ekki.

2015-12-09 10.35.07

Músíkin. Mér finnst ekki bara gaman að spila nótur heldur finnst mér nótur ótrúlega flottar á blaði. Lítur út fyrir að vera kaos sem hljómar. Sönglandi reiða í óreiðu.

2015-11-11 20.11.01

Fleiri baðuppátæki. Ég er ekki hrifin af því að láta sturtuna buna endalaust svo ég vil frekar að hún fari í bað. Auðvitað er ekkert baðkar hér og balinn orðinn of lítill. En þessi þvottakarfa er alveg að virka. Hún virkar líka til þess að dreifa vatni útum allt baðherbergið.

2015-11-27 17.24.30

Ég fékk síðan ný gleraugu. Þetta eru æfingagleraugu fyrir tileygða. Já, þegar fólk hefur augu sem leka til sínhvorrar hliðarinnar getur það fengið svona lítil gleraugu sem það á að æfa sig að horfa í gegnum og rétta sjónskekkjuna… djók. Þetta eru dótagleraugu frá Little Petshop safninu hennar Sprengju sem Bjútíbína hefði yfirtekið (eða hefur gert það að hluta) ef Sprengjan væri ekki búin að smella því á sölu á notað og nýtt síðunni hér úti.

Bína er mjög upptekin af gleraum þessa dagana. Dellahh, heita þau. Hennar versjón af orðinu briller, sem er sagt svona: bgggrrreeelörghh, eða dellahh. Pípandi fyndið þótti Hormónunum tveimur (eldri tvö) að það heyrðist eins og hún væri að segja typpi á dönsku, ég veit ekki hvernig á að stafa það en það hljómar þá væntanlega eins og delahh.

2015-11-29 15.52.18

Við höfðum hefðbundið danskt jólakaffi þegar mAmma R var hér, við höfðum eplaskífur, sem eru steiktar deigbollur, alveg svipað og kleinur og þannig, sætar aðeins, og með því er haft flórsykur og sulta. Svo situr kona við kaffiborðið og dýfir í sultu og dregur uppúr flórsykri. Ef þessi desember mánuður er ekki óverkill af nammi og sætindum þá veit ég ekki hvað.

Gott samt sko. Alveg það gott að það þótti tilefni til þess að sleikja diskinn.

2015-11-29 15.37.33

Sprengjan að bíða eftir eplabollukaffinu. Sjá bara hvað hún er fögur!

2015-11-29 20.32.53

Ég veit ekki hvort Ísland er eina landið með svona obbosslega marga jólasveina og ég veit ekki hvort önnur lönd hafi þá hefð að gefa í skóinn. Mér finnst þetta alveg fín  hefð en fyrr má nú rota en dauðrota að ætla fjölbarnafjölskyldum að kaupa kannski 4 sinnum 12 draslgjafir til að setja í skó. Útaf þessu:

  • Þetta verða alltaf draslgjafir því ekki tými ég að kaupa fyrir 100 kall fyrir hvert skipti per barn, s.s 400 á dag í 12 daga í röð. Það eru nánast 100.000 íslenskar.
  • Ég veit, og hef gert í gegnum tíðina, að það er hægt að setja mandarínur í skóinn hjá krökkum. En þegar þau eru orðin 12 ára og uppúr, þá kíkja þau bara í skóinn og svo þegar “jólasveinninn” kemur til að troða næstu mandarínu þar ofaní kvöldið eftir þá er mandarínan síðan síðast ennþá þar.
  • Útaf því bara! ég nenni ekki að standa í að muna þetta heldur! Endalaus taugatrekkingur yfir að hafa keypti eitthvað, reddað einhverju og muna að fara með í skóinn eftir að þau eru sofnuð, sem er stundum, amk nú til dags, löngu eftir að ég er sofnuð.
  • Svo er hálf klikkað að gefa gjöf á hverjum degi í 12 dag áður en það er síðan toppað með einum geggjuðum gjafadegi á 24.des. Í ofanálag er líka dagatal af einhverju tagi síðan 1.des… ég meina, á að ganga frá blessuðum börnunum úr spenningi í allri þessari niðurtalningu?

Hér eru gefnar aðventugjafir. Lítil gjöf á hverjum sunnudegi aðventu. Mér finnst það meira skemmtilegt heldur en á hverjum degi, mér finnst það vera yfirdrifið og merki um öfga.

Þessvegna eru aðventugjafir hér þetta árið. Enginn skór og bara dagatal fyrir yngri tvo og það er ekki súkkulaði dagatal heldur svona dótadagatal, einhvernveginn finnst mér það skemmtilegra, þannig þegar 24. kemur þá er allavegana búin að myndast einhver heild sem þá er hægt að leika sér að.

Við fengum síðan þessa geggjuðu poppvél frá mÖmmu R í aðventugjöf. Jiiiii! Hvað hún er skemmtileg!

2015-11-29 20.32.59

Allir sem einn bíða spenntir eftir poppinu.

2015-12-05 17.22.11

Þvílík og önnur eins baðherbergis uppátæki. Ég er að reyna að vera uppörvandi uppalandi og bauð henni að sulla aðeins með höndunum í smá vatni í vaskinu. Þurfa ekki allir svolítið að prufa að sulla?

Allavegana, brá mér frá í mínútu eða varla það… skemmtilegasta baðferð í heimi.

2015-12-07 20.13.20

Jám.. þetta er mynd í myrkri af spegilsléttum kanalnum. Vatnið var svo alveg kyrrt að ég efast um að ég hafi séð annað eins. Það sést hinsvegar ekki á myndinni, né finnst lyktin sem var einhverskonar bland af kvöldlykt, vetrarlykt (ekki frostlykt), vatnslykt og ég veit ekki avleg, lykt af einhverri stemningu. Sést aðallega að vatnið er kjurrt á spegilmyndinni af bensmerkinu.

Ég á urmul af svona myndum. Myndum sem eiginlega ekkert sést á en mig hefur svo langað að fanga eitthvað móment, einhverja sýn eða tilfinningu.

2015-11-14 17.36.09

Svona myndir tekur hinsvegar Eiginmaðurinn, sem ég er alvarlega að íhuga að byrja að kalla Kokkinn.

2015-12-09 08.32.19

Hús rísa eins og gorkúlur í grennd og í næsta nágrenni við okkur. Á aðeins tveimur árum hefur dúndrast upp risastórt hús, er við hliðina á þessu og sést ekki á þessari mynd, við DR- Byen, þar sem danska útvarpið er til húsa. Núna fyrir svona 3 vikum var byrjað að reisa þessi hús, að ég held að séu íbúðarhús.

Menn vanda verkið vi að koma tækjum innum væntanlegan glugga á húsinu.

2015-12-09 17.47.28

Annað merkilegt, að mér finnst, við jólahald danans en það er að jólatréð í stofu stendur allan desember og þeir allra hörðustu henda því upp seint í nóv.

Hér er náttúrulega ekki arða af plássi en við sóttum samt lítið sætt jólatré. Sóttum Fagra í myndlistaskólann og kipptum trénu með á leiðinni til baka. Ég elska random aðgerðir eins og að sækja jólatré þegar það stóð ekki til þann daginn.