Grís – er það sem það er

.. ég veit að mér ekki vel við að nota pening ef ég hef slysast til að eignast töluverðan slatta. Mér finnst auðveldara að eyða 9500 kalli ef ég á bara 10.000 og eiga bara 500 eftir heldur en að nota 9500 af t.d 100.000. Er það ekki pínu.. þú veist.. öfugt?

..ég tek út fyrir

2018-01-24T09:46:45+01:0024. janúar 2018|Categories: Lífið og tilveran|0 Comments

10 pör af skóm, vatnsfólkið og bíræfinn hundur

Þetta gullfallega barn átti afmæli fyrr í þessum mánuði. Hann varð 12 ára. Það er kominn pínu pungur í hann. Eitthvað byrjaður að ibba gogg og svona, æfa sig í að standa á sínu, sem er gott auðvitað. Er ekki pínu fyndið hvað maður hugsar um unglingsárin sem einhverja tifandi tímasprengju? Mun hún springa? Er

2018-01-22T10:41:00+01:0022. janúar 2018|Categories: Handlitað garn, Kvennafræðarinn, Lífið og tilveran|2 Comments

Aðfangadagur þar sem aðföngin voru saumavél

Átti alveg svakalega góðan aðfangadag í faðmi tengdafjöllunnar. Héldum að Litli Herforinginn myndi algjörlega sprullast úr spenningi en hún gerði það ekki. Hún var auðvitað spennt en sver sig í ættirnar og lét á litlu bera. Þvílíkt flóð af jólapökkum.. við vorum rendar 9.

Allir fengu rosa flottar jólagjafir, bla bla bla – allir svaka glaðir

2017-12-25T13:29:26+01:0025. desember 2017|Categories: Lífið og tilveran|0 Comments

Leiðinlegur aðbíðu-pistill

Það er þá síðasti í aðbíðu hér á morgun og um leið aðfangadagur jóla. Heitir þetta aðfangadagur vegna þess að við notuðum allan desember og ef ekki fleiri mánuði til þess að viða að okkur aðföngum til þess að geta haldið þetta partý?

Finnst þér eins og það skíni í gegn að ég sé ekki jólabarn?

Það

2017-12-23T23:05:12+01:0023. desember 2017|Categories: Lífið og tilveran|0 Comments

Aðallega snjór

Annríki allskonar í gangi. Ég hef ákveðið að fara í miðpróf í flautuleik. Ég fór í hið svokallaða grunnpróf fyrir að verða 12 árum síðan. Þá var Diddmundur nýfæddur, ég flautaði því óheyrilega mikið ofaná hann á meðgöngunni. Hann var bara 3 mánaða eða eitthvað, pínu lítill. Hann kom bara með og ég fékk næst

2017-12-04T00:20:42+01:004. desember 2017|Categories: Lífið og tilveran|0 Comments

Díslenska

Litli daninn: Ég á tvo bærður og eina stóra stystystu.

Þetta er sagt umfangsmesta r-hljóði í sögu mannkyns.

Hún elskar einnig “barnesang og pynt” eða barnalög og skraut. Hún er algjör stelpa. Eitthvað sem við höfum ekki upplifað áður af hinum þremur.

2017-11-14T11:47:45+01:0014. nóvember 2017|Categories: Lífið og tilveran|0 Comments

Heima er best

Ég er með óstjórnlega löngun til þess að vera heima hjá mér. Ég er intróvert krakkar. Ég þarf að vera heima hjá mér. Ég er líka krabbi og þessvegna er útséð að mér er ekki viðbjargandi.

Það sem hefur breyst síðan við vorum úti er að mér finnst við aldrei hafa tíma til neins. Er þetta

2017-11-07T16:40:48+01:007. nóvember 2017|Categories: Lífið og tilveran|1 Comment

Vetur kominn?

Hér var náttúrulega Halloween eins og annarsstaðar í heiminum. Við erum ekki óvön að halda uppá þá hátíð og krakkalingarnir vita alveg hvað það er. Eldri tvö forðuðu sér inní herbergi og neituðu að taka þátt í hvorki einu né neinu en yngri tvö voru hæst ánægð með leika. Sérstaklega sá eldri af tveimur yngri,

2017-11-03T12:54:29+01:003. nóvember 2017|Categories: Lífið og tilveran|0 Comments

Fjas og saga af ofni

Veðrið! Í alvöru. Rosalega langt logn á undan storminum, svona ef maður á að sjá glasið hálftómt. Eiginmanninum var samt tjáð að svona væru oft haustin á þessu svæði. Það er VEL.

Bara svona sko. Þessi tekin fyrir nokkrum dögum þegar ég ákvað að setja “Run keeper” inná

2017-10-16T00:28:14+02:0016. október 2017|Categories: Lífið og tilveran|0 Comments

Mikið var að beljan bar

Þá er internetið loksins komið í kofann. Það er reyndar vika síðan en ég hef verið með því líkan kvíða yfir því að velja úr hvað ég á að segja frá. Svo mikið vesen að mér dettur ekkert í hug.

Líka, hvernig kemur kona til baka á bloggið sitt eftir að hafa látið dónabrandara liggja þar

2017-10-07T09:47:38+02:007. október 2017|Categories: Lífið og tilveran|0 Comments

Hundur með of stóra grein

Við ákváðum fyrir löngu síðan að umræðan um kynlíf yrði opin á heimlinu. Nei! Ég ætla að stoppa þig strax! Við erum ekki að tala um að við Eiginmaður séum alltaf að tala um okkar eigið kynlíf, það er einkamál, nei bara svona þegar/ef ungmennin hefðu einhverjar spurningar að það væri opið fyrir það.

Hér eru

2017-09-12T16:56:02+02:0012. september 2017|Categories: Lífið og tilveran|0 Comments

Íverustaður, Hýbýli eða Ábúð ?

Var ég ekki að segja að það væri búið að vera gott veður bara alveg síðan við komum? Jú aldeilis og þreytist ég ekkert á að fjasa um það. Þarna er Litli Herforinginn í fjörunni á Reykjaskóla í blanka logni (um daginn), eða eiginlega í fjörunni að Reykjum. Reyndar skil ég ekkert þetta með Reykjaskóli,

2017-09-06T18:29:26+02:006. september 2017|Categories: Lífið og tilveran|0 Comments

Ó internet, internet

Mynd tekin að kvöldlagi yfir Reykjaskóla. Það er búið að vera gott veður síðan við komum. Ég grínast ekki. Það er búið að vera logn í Húnaþingi vestra, nánast síðan 7.júlí 2017. Það er, eins og ég hef held ég sagt áður, sennilega fyrir okkur gert, sem svona líka frábær móttökuathöfn. Bara einn og einn rokdagur.

Tvær

2017-09-04T15:52:21+02:004. september 2017|Categories: Lífið og tilveran|1 Comment

Flóki flæktist inná Félagsbúið

Mér ber auðvitað skylda til að tilkynna hér alltaf af og til að ég sé hvorki hætt að skrá skemmtisögur né eða að ég sé dauð.. á þeim nótum, ég ætti kannski að láta einhvern hafa aðgang að síðunni svo hægt væri að tilkynna dauða minn, skyldi ég taka uppá því að hrökkva uppaf, nema

2017-08-25T16:52:19+02:0025. ágúst 2017|Categories: Lífið og tilveran|1 Comment

Er hérna enn

Bara segja.. internetið ekki komið í kofann ennþá.. myndirnar hrannast upp og fréttirnar líka.

Það verður tilefni til þess að poppa þegar ég loksins kemst í að segja frá.

2017-08-16T20:04:52+02:0016. ágúst 2017|Categories: Lífið og tilveran|0 Comments

Að loka hringnum, partur 2

Við vorum á Jótlandi síðustu dagana í Danmörku.

Það er nú engu lagi líkt hve langt fyrir áætlaða brottför þessi sumarbústaðaferð var plönuð. Við bókuðum bústaðinn í nóvember 2016 og fórum ekki í hann fyrr en 1.júlí 2017. Það er nú eitthvað sem enginn hvorki frá ættinni sem einusinni átti heima í Otradal né úr Villingaholtshreppnum

2017-07-21T23:41:12+02:0021. júlí 2017|Categories: Lífið og tilveran|Tags: |0 Comments
Go to Top