Ég er með óstjórnlega löngun til þess að vera heima hjá mér. Ég er intróvert krakkar. Ég þarf að vera heima hjá mér. Ég er líka krabbi og þessvegna er útséð að mér er ekki viðbjargandi.

Það sem hefur breyst síðan við vorum úti er að mér finnst við aldrei hafa tíma til neins. Er þetta hin íslenska klukka sem tifar ekki á hverri sekúndu heldur hoppar alltaf og tifar bara aðrahvora sekúndu svo tíminn virðist tvöfalt fljótari að líða?

Það hefur enginn þrifið heima hjá mér í 2 vikur. Sorry með mig! Ekki senda barnaverndarnefnd heim. Það er bara að mörgu leiti púsluspil að reka 6 manna fjölskyldu, fyrirtæki, stunda áhugamál og almennt vera til. Eða djók, það er ekki að mörgu leiti púsl, það er að öllu leiti púsl.

Helgarnar hafa að mestu farið í að þrífa og vinna auka vinnuna, líður eins og ég sé alltaf eftirá. Ég digga alls ekki þá tilfinningu.

Hér er snjóar í augnablikinu.

Við erum aftur netlaus í sveitinni. Hinn fíni ljósleiðari var óvart settur í tvennt en það er verið að gera við í kringum húsið.

Ég var að átta mig á því um daginn að við vorum erlendis í 10 ár. Ég tel ekki með þetta stutta stopp sem við vorum á Íslandi á milli holla. Eftir tímann sem er liðinn þá er ég oft alveg svakalega rugluð í tungumáli. Bara við það að fara í bankann hér um daginn því ég týndi kortinu mínu hóf hin danska Bústýra upp raust sína öllum að óvörum og tilkynnti “Mitt kort er týnt.” – mér varð svo um þetta að ég bullaði bara restina af samræðunum sem ég átti þarna í bankanum. Mundi engin orð og var komin á fremstahlunn með að halda að ég væri að fá eitthvað áfall í heila.

Ég hef margoft sagt “i lige måde” í búðum.

Þá er ég svo viðutan í öllu annríkinu að ég gleymdi því sem ég var að kaupa á kassanum.. tvo daga í röð!

Hvað er að frétta!

Svo var ég að muna að í dag, 7.nóvember 2017 eru bara 4 mánuðir síðan við komum. Mér líður eins og við höfum verið hér alltaf. Þessir 4 mánuðir hafa ekki verið lengi að líða, síður en svo, en er samt svo ótrúlega langur tími. Þetta eina tímabilið í mínu lífi, sem ég man eftir, þar sem munurinn á milli þess hve tíminn flýgur hratt (..á gervihnatta öld) og hvernig ég upplifi tímabilið, er gígantískur.

Næst því kemst þegar ég hugsa um að eldri börnin tvö eru 15 og 16 ára og ALLT sem hefur gerst á því tímabili.

Var síðan búin að gleyma því að hér er skítakuldi en um leið svo ótrúlega fallegt. Sjitt hvað togast á inní mér!