Var ég ekki að segja að það væri búið að vera gott veður bara alveg síðan við komum? Jú aldeilis og þreytist ég ekkert á að fjasa um það. Þarna er Litli Herforinginn í fjörunni á Reykjaskóla í blanka logni (um daginn), eða eiginlega í fjörunni að Reykjum. Reyndar skil ég ekkert þetta með Reykjaskóli, Reykir, Reykjatangi.. mér finnst þetta eiginlega bara þreytandi.

Mér finnst hálf eitthvað ósjarmerandi að þurfa að skrá mig til heimilisfangs að Reykjaskóla. Ég er vissulega í húsi sem tilheyrir skólanum, vegna þess að Eiginmaðurinn vinnur þar, en ég bý samt ekki í skólahúsinu, fattarðu mig?

Byggðasafnið, sem þarna er, er skráð að Reykjum, 500 Staður. Mér finnst að ég eigi að vera skráð á annaðhvort Reykjum eða Reykjatanga. Auðvitað vil ég ekki móðga bændur og annað gott fólk sem býr á sveitabæjunum Reykir og Reykir II. Ég er ekki að meina að ég ætli mér að skrá mig bara þar, neinei alls ekki.

Bara digga ekki að heimilisfangið sé Reykjaskóli. Reyndar finndist mér alltí lagi að húsið fengi annaðhvort nafn eða götunúmer. Nafnið gæti verið t.d Íverustaður, Hýbýli eða jafnvel Ábúð. Götunafnið gæti náttlega verið Skólastjóravegur 1. Ef ég man rétt þá stendur húsið nefnilega við veg sem heitir Skólastjóravegur.

Keypti mér ísskáp um daginn. VÁ! Hvað hann er flottur. Bara ísskápur sko, enginn frystir, enda er ég með kistu og lítinn frystiskáp. Risastór. Hlakka til að bruna heim til þess að rífa utan af honum plastið og tendra ljós í honum. Jæks hvað það verður ánægjulegt að setja í hann mat. Bónusferð í Borgarnes fyrirhuguð að hætti sveitakonu, á föstudaginn.

Hallilúja!