Ruglaðist almættið?

Ok.. í framhaldi af hugleiðingunni um laukinn og hvernig fjarvera peninga úr mínu lífi er að stjórna því hvað mér finnst um sjálfa mig.

Getur verið að almættið hafi verið eitthvað að ruglast og í stað fjár hafi hann óvart gert.. HÁR!?!

Fyrir utan að vera íklædd lopabuxum sem ná frá tánöglinni á

Hugleiðing um lauk

Ég hef verið að skoða sjálfa mig undanfarin ár. Það er, eins og aðrir sjálfsskoðarar (nei, ekki með spegli að skoða alla króka og kima skrokksins, skoða hugann, mynstrin, brestina og auðvitað allt þetta jákvæða) vita þá er þetta eins og að taka utan af lauk.

Eftir því sem ég best veit, þá er laukur þannig

2015-05-19T12:49:17+02:0014. júní 2014|Categories: Lífið og tilveran|Tags: , , , , |1 Comment

Kongelunden

Við stöndum á einhverskonar tímamótum. Eftir mörg ár af því að vera alltaf öll að fara eitthvað er komið að því að eldri tvö hafa sett fótinn fyrir hurðina, sko þegar við höfum lokað á eftir okkur á leiðinni út, og þau eru ennþá inni.

Það er komið að því að þau vilja frekar vera með

Botanisk have

IMG_1651

Við skelltum okkur í Botanisk have hér í Köben. Auðvitað þykir öllum ekki spennandi að fara og þramma um í einhverjum garði og þaðan af leiðinlegra að skoða endalausar myndir af svoleiðis ferðum. En mér er nokk sama um það. Ég bókstaflega elska að vera í

2017-01-17T13:55:22+01:009. júní 2014|Categories: Lífið og tilveran|0 Comments

Tivoli ferð

Besta fjárfesting ever eru árskortin í Tivoli sem við keyptum um daginn. Það þýðir að við Eiginmaður getum farið inní Tivoli alltaf þegar það er opið og krakkarnir geta farið inn og fengið Turpas, eða svona armband sem gerir að þau komast í öll tækin. Við fórum í fyrstaskipti á þessum kortum á laugardaginn.

Einn vantaði.

Óhollt og hollt og deódoðrantur í eldhúsinu

 

Ég prufaði að steikja kleinur hér um daginn. Ég hafði ekki gert það alein og sjálf áður og bara hefur það gerst einusinni í sögu míns heimilis að það séu steiktar kleinur inná því.

Ég auglýsti þessvegna eftir kleinu uppskrift á Facebook. Það stóð svo sannarlega ekki á svörunum. Mér bárust alveg bara 5-6 uppskriftir. Ég

Ég svitna bara, þetta er í beinu framhaldi af ræðunni um brauðið og hvernig það er verið að taka mann í þurrt í búðinni.

Mér finnst þetta bara rangt og eiginlega bara skelfilegt. Skelfileg meðferð og mjög langt frá því að vera það sem maður hugsar þegar maður kaupir kjúklingabringur og hakk. Reyndar, í mínum huga,

2015-05-19T12:49:14+02:006. júní 2014|Categories: Lífið og tilveran|0 Comments

Uppmáluð hamingja í bloggheimum.

Mér finnst ekki að blogg eigi að vera uppmáluð hamingjan. Eða sko, það er auðvitað æðislegt ef einhver er þannig bara en þú veist, við vitum það öll að lífið er ekki bara dans á rósum. Ef það væri þannig myndi enginn muna tímana tvenna, vera hokinn af reynslu eða hafa bætt gráu oní svart.

2017-01-17T13:55:22+01:002. júní 2014|Categories: Lífið og tilveran|Tags: , |0 Comments

Agavesíróps ruglan

Í beinu framhaldi af fyrri færslu þá langar mig að nefna að agave sýróp, sem all margir höfundar heilsubóka og heilsublogga raupa (hvað þýðir þetta orð annars?) um að sé það hollasta í bænum. Mikið betra en hvítur sykur og allt annað sýróp.

Við hin, sem ekkert vitum um mat eða hvernig hann er samsettur, erum

2017-01-17T13:55:22+01:001. júní 2014|Categories: Lífið og tilveran|0 Comments

Brillurnar eru bara horfnar

Ohh, ég hef úrskurðað að ég hef óvart hent gleraugunum mínum. Annað hvort það eða þá að eitthvað vinkvendi ákveðins barns sem hér býr hefur rænt brillunum.

Það er orðið dulítið langt síðan og ég er komin með króníska píringu í augum og tíðan hausverk. Það er ekki gott fyrir mig þar sem ég ætlaði eiginlega

2015-05-19T12:49:13+02:0029. maí 2014|Categories: Lífið og tilveran|Tags: , |0 Comments

Grænt og fleira

Það verða öll börn að fá myndir af sér. Ég hef tekið óhemju magn af myndum af börnunum. Hef fengið þá snilldar hugmynd að setja hvert ár af þessu bloggi í bók og prenta. Kannski var ég búin að nefna það, en mér gengur hægt í að láta það gerast. Ó svo margt annað sem

Skömmin er skárri

Eins og fyrr sagði er ég svo upptekin af tímanum, einfölduðu líferni og skömm.. að nú ætla ég að skrifa um skömm.

Verst er að ég veit ekkert hvað ég á að skrifa um skömm, þekki tilfinninguna vel en hef ekki gert neinar vísindalegar rannsóknir. Eins og með tímann, sem ég er einmitt í þann mund

2017-01-17T13:55:23+01:0024. maí 2014|Categories: Lífið og tilveran|Tags: , |0 Comments

Tími

Ég er ferlega upptekin af tímanum, einfölduðu líferni og skömm þessa dagana.

Tíminn, byrjum á því
Ég er að upplifa ótrúlega þægilega hluti varðandi að vera ekki í kapphlaupi við tímann. Heyrði ég ekki bara á TED ræðu um eitthvað sem kallast slow movement,

2017-01-17T13:55:23+01:0023. maí 2014|Categories: Lífið og tilveran|0 Comments

Allt á sínum stað

IMG_1591

 

Allt er svo ótrúlega merkilegt. Ég fékk yfir mig ótrúlega tilfinningu í gær um að öll púslin í púslinu væru á sínum stað. Engu við að bæta og ekkert að taka frá.

Það er tilfinning sem ég þekki ekkert rosalega vel. Hún er alveg aldeilis ágæt. Ég

2017-01-17T13:55:23+01:0023. maí 2014|Categories: Lífið og tilveran|2 Comments

Flott veður, matjurtagarður hjá metró og grillpartý

2014-05-09 11.09.35

Þarna fékk ég hugmyndina að því að setja í bala. Þetta beð… eða hvað á að kalla þetta eiginlega, er staðsett undir metrólínunni sem gengur héðan og útí Vestamager, framhjá Fields. Mér fannst þetta fyrst mega sniðgut og ótrúlega eitthvað „urban have“ hér mitt í

Rigning á rigningu ofan, en lofar góðu á morgun

Hér hefur nú rignt all svakalega síðustu daga. Það er svo góð lykt þegar það er búið að rigna. Ég fíla það. Ég gerði tilraun með að safna regnvatni og setti á svalirnar tvær plastdollur. Af öllum þeim dropum sem þustu niður á jörðina síðastliðna daga komu bara 7 í dollurnar hjá mér.

Vantar eitthvað gismó

2017-01-17T13:55:23+01:0014. maí 2014|Categories: Kálgarðurinn, Lífið og tilveran|0 Comments

1979

Mér hefur alltaf þótt meira kúl að vera fædd 1970 og eitthvað heldur en 1980 eitthvað. Alltaf þegar ég heyri að einhver sé fæddur 1980 og eitthvað er ég alveg bara, „sjúkkett.. eins gott að ég slapp fyrir horn“ (bara í hljóði auðvitað).

Afhverju?

Það veit ég ekkert um, en ég vil að sjálfsögðu þakka mömmu  minni

2015-05-19T12:49:07+02:0013. maí 2014|Categories: Lífið og tilveran|0 Comments
Go to Top