030614-2

Já, altsvo. Það var fallegt í morgun kl 6,á leiðinni í yoga. Ég man ekki hvort ég tók eftir að það hafi rignt, en það var alveg gasalega ferskt loftið. M og mmm. Allir búnir að læsa ástina við brúna, svo skemmtilegt.

030614

Og í hina áttina. Þarna hjólamegin á brúnni. Aðeins færri nennt að stoppa þar megin til þess að fanga ástina. En ég er alveg gjörsamlega heilluð af útsýni af brúm. Ég hef margpóstað myndum hingað inn, einmitt af þessari brú, eða Löngubrú eða bara einhverri brú sem ég hef verið að fara yfir.

Hér gengur allt sinn vanagang. Hef varla verið slakari í lífinu, það er nú alveg nýtt á nálinni og ég kann afar vel að meta það. Hakúnamatata er söngur minn. Það er vel.

Ég er búin að vera að vinna í því á fullu að opna garnbúð undanfarið. Um ræðir netverslun með garn og tilheyrandi fyrir prjón og hekl. Búðin er á íslensku og ensku, hvað get ég sagt, heimurinn er ostran mín.  Ég byrja pínulítið og stækka svo við mig eftir því sem við á. Ég er búin að vera að vinna í síðunni síðustu mánuði og einmitt nýbúin að fá lógóið mitt úr hönnun. Mikið hlakka ég til að vera búðakona. Ég lofa súper sætu og mega flottu garni. Ætla að reyna að opna í júlí / ágúst.

Annað, sem til undra og stórmerkja mun teljast, er að við Eiginmaður höfum ákveðið að flytja…DJÓK!! við erum ekki að fara að flytja neitt, en við erum hætt að borða nammi og kex. Ég veit þú trúir því ekki, ég geri það varla sjálf og þetta gerðist bara. Engin ákvörðun tekin, bara einn daginn var þetta ekki.

G L I M M M M R A N D I.