Ég get orðið brjáluð.

Það er bara alltaf verið að taka mann í þurrt.

Ég veit ekki hvar ég á að byrja einusinni ég er svo fjúríös.

Ég var að horfa á heimildamynd um brauð. Nú vitum við að brauð er ekki hollt. Það er langt síðan við vissum að franskbrauð væri ekki hollt, enda er það kallað aumingjabrauð alveg síðan ég var barn.  Í sambandi við það, heimilisbrauð í búðinni á Íslandi, er alveg jafn hvítt! Það eru örfáar skellur í því einhverjar sem eiga að friða samviskuna. Það er líka þannig brauð til sölu hér í Dk.

Of mikið af brauði eða öllu heldur hveiti er heldur ekki hollt. Hálfur heimurinn er kominn með glútein óþol og ofnæmi og hinn helmingurinn er með það á heilanum (gluten obsession). S.s ALLIR eru að hugsa um hvað það sem gert er úr hveiti er ekki hollt og sjálst finnur maður fyrir því. Hver kannast ekki við að túttna út og verða svangur í nammi og sykur alveg með það sama.

Það er ekkert skrítið að allir séu komnir með óþol og svona. Hveiti er nefnilega svo húrrrrandi unnin vara. Það er búið að, hvorki meira né minna, að fjarlægja allt sem er hollt við hveitikornið, sem, að mér skilst, sé afbragðs matur og mjög næringarríkur. S.s búið að taka öll vítamínin og olíur frá. Ég er brjáluð, eftir er bara hvítt sterkjuduft.

Ég eiginlega var ekki meðvituðu um þetta. Ég veit alveg hvernig á að baka brauð og geri það mjög títt. En mig langar tæknilega séð ekkert að baka brauð úr gjörsamlega dauðu hráefni. Gæti þá alveg eins bara hlussast niður á strönd og náð mér í sand og látið hann hefast.

Saga brauðs er náttúrulega þannig að það var ekkert alltaf svona loftmikið, eða hefað. Það var bara flatbrauð. Hversvegna breyttist þetta úr því að vera hveiti (heil hveitikorn möluð), vatn og salt í að vera sterkja, ger, sykur, salt, gerviefni og fleiri óefni og fullt af lofti? Hví?

OG! Áður en þú ætlar að segja mér að nota spelt, þá er spelt alveg jafn mikið unnið og hveiti. Svo er spelt tegund af hveiti, ekki önnur korntegund. Nú er ég ekkert á móti spelti þannig, ég er á móti því að það sé alltaf verið að segja mér að eitt sé betra en hitt og svo kemur í ljós að það er ekkert þannig. Og þá er ég alveg bara.. garg!! hvaða helvíti að ég hafi trúað því sem stóð í þessari bók og leið ótrúlega vel að vera að gera vel við kroppinn minn og gefa honum einhverja súperfæðu, þegar það er síðan bara E K K E R T þannig! Þetta er eins og einhver hafi haldið framhjá manni. Lestu þér bara aðeins til um spelt, það er með eitthvað dúdd af öðruvísi samsettum próteinum. Ég hef hinsvegar ekkert vit á prótínum. Ég er eiginlega að sjóða uppúr ég er svo brjál.

Ekki nóg með að það sé búið að ljúga að manni hægri vinstri (nú hendi ég öllum þessum helv*** heilsukokkabókum með ljóshærðum kellingum framaná ) þá er vinnsluferlið á hveiti þannig að það er tekinn frá allt þetta holla, eins og ég nefndi að ofan, og skv þessari heimildamynd þá er hýðið og kímið gefið sem dýrafóður (go figure!) og sett saman í vítamín eitthvað fyrir heilsuveilar manneskjur. Hvaða… afhverju ekki að hafa þetta með? Jú, það datt þeim einmitt í hug. Framleiðendunum það er að segja, þannig að þeir bæta hýðinu og kíminu við eftir að hafa tekið það frá og hafa leyfi frá fæðueftirlitinu til að kalla brauð 100% “heilhveiti brauð” ef það er 51% eða meira af heilhveiti í því. Það er tótal svindl. 100% heilhveiti brauð í búð er bara þá kannski 51% heilhveiti. Þetta á við bandaríkin, eða heimildamyndin er gerð þar. Ég er alveg handviss um að þetta er svona líka í Evrópu.

Nújá. Í einhverja þádaga þá héldu þeir að það að vera með alveg hvítt brauð væri statusmerki, þá status um að þú værir ríkur. Í dag er þetta kannski matur sem maður verður að kaupa ef maður á ekki alveg nógu feitt veski.

Það lekur ekki af mér reiðin. Ég verð svo reið þegar “iðnaðurinn” í krafti græðginnar lýgur bara að fólki.. eins og mér, sem hefur kannski ekki trú á því að það þurfi að vera að setja spurningarmerki við það sem sagt er á pakkningunni.

Æhh.. ég er farin að kaupa mér heilt hveitikorn og steinmyllu. Finnst að ef maður á að hætta að éta unna matvöru eins og álegg að þá ætti maður alveg eins mikið að hætta að baka brauðið sitt úr hveiti sem maður malaði ekki sjálfur.

Horfið á þessa mynd, hún er til sýnis á dr.dk til 8.júní held ég.