IMG_1651

Við skelltum okkur í Botanisk have hér í Köben. Auðvitað þykir öllum ekki spennandi að fara og þramma um í einhverjum garði og þaðan af leiðinlegra að skoða endalausar myndir af svoleiðis ferðum. En mér er nokk sama um það. Ég bókstaflega elska að vera í görðum og skógum, elska!

Ekki skemmdi fyrir að akkúrat í þessari ferð var alveg myljandi gott veður.

IMG_1649

Fagri brá á leik að fordæmi systur sinnar og stillti sér upp við þessa forláta styttu.

IMG_1645

Fyrir mér er þetta bara einhverskonar ævintýrastaður, þá þarna inni í trjánum.

IMG_1653

Og hvert leiðir þessi göngugata, það er engin leið að sjá það nema að ganga hana.

IMG_1656

Þarna einhver planta skemmtileg í laginu. Veit ekki hvað hún heitir því miður.

IMG_1657

Og hvert ætli þessi stígur muni leiða oss.

IMG_1658

Hann leiddi oss uppá hæð í þessum ágæta garði og þar, sem og allstaðar annarsstaðar í garðinum, voru sýnishorn af plöntum alveg hægri og vinstri.

IMG_1669

Víðáttubrjálæði. Ég átti að telja hve mörg handahlaup hún myndi taka niður hallann. Þau voru mörg.

IMG_1666

Svolítið merkilegt að þetta blóm sé stærra en maður sjálfur, taka mynd af því seiseijá.

IMG_1662

Sprengja skvísa. Hún er síðan, svona í framhjáhlaupi, með það á 100 tæru hvað er í tísku og hvað er ekki í tísku. Ég kem iðulega af fjöllum og veit ekkert hvað hún er að tala um í felst skiptin. En bæði mínir skór og skórnir hans Fagra munu vera í tísku núna. Ég hafði ekki tekið eftir neinu.

IMG_1661

Heillandi.

IMG_1659

Þrjú stærri uppá hæðinni.

IMG_1671

Þessi búin að fá alveg nóg í metró á leiðinni heim. Hún var brjáluð.