Hér hefur nú rignt all svakalega síðustu daga. Það er svo góð lykt þegar það er búið að rigna. Ég fíla það. Ég gerði tilraun með að safna regnvatni og setti á svalirnar tvær plastdollur. Af öllum þeim dropum sem þustu niður á jörðina síðastliðna daga komu bara 7 í dollurnar hjá mér.

Vantar eitthvað gismó sem myndi viða að sér vatni og láta það fara í dollur eða flösku. Kannski get ég snúið regnhlíf á hvolf, hengt hana upp og gert gat og sett dollu undi til að grípa vatnið sem hún myndi safna.. pakka henni svo bara saman á meðan það rignir ekki. Ætti bara að prufa það.

Á meðan það hefur rignt, þá hefur smáfólkið auðvitað þurft að vera skapandi inni við. Það er auðveldast að vera skapandi þegar maður er yngir, þá hefur maður ekki eins miklar hömlur og dómarinn inní manni er ekki kominn með rosalega háværa rödd.

Fagri hefur  mikið verið að græja og gera við eldhúsborðið.

IMG_1541

Það var bakað. Þetta eru skinkuhorn, ein þau bestu sem ég hef smakkað þó þau séu ekki eins góð og þessi sem mamma gerir…líka þó það sé sama uppskrift.

IMG_1556

Þá var dottið í origami gerð. Þarna er hefur fiðrildi fæðst. Er ekki bara merkilegt að það er hægt að læra ALLT á netinu.

IMG_1579

 

Og síðast en ekki í stíðasta skipti sem hann settist við eldhúsborðið að græja eitthvað, prufa eitthvað eða búa eitthvað til. Í þetta skiptið er hann að spila á gítarinn fyrir eldinn, til þess að athuga hvort eldurinn dansi. Ég veit ekki niðurstöðuna því miður, en skemmti mér konunglega að fylgjast með honum þarna við eldhúsborðsgjörninga.

 

IMG_1557

Þessi er ekki orðin svo skapandi ennþá, nema þá fyrir að skapa skemmtilega svipi okkur til ágætis. Hún er ekki að taka snuð barnið. Jesús. Hún “drekkur” 3-4 sinnum yfir nóttina og svona hundrað sinnum á daginn. Nei, hún er ekki bara á brjósti. Hvar endar þetta eiginlega. Sennilega með að tútturnar detta af mér.

IMG_1559

Sumarleg ávaxtaskál sem fór BEINT í hakkarann.

IMG_1561

MMMMM hvað er dásamlegt að drekka sinn eigin djús. Það væri bara eitt betra en það væri að hafa ræktað sjálfur allt sem fór í djúsinn.

IMG_1562

Í rignigarveðri fór þessi sjálf í Fields að kaupa sér föt. Hún er alveg með þetta sko.Vildi fara ein því það er það sem maður gerir þegar maður verður unglingur, að hennar sögn. Going wild.. jæks.

IMG_1571

Þrettándinn og Bjútíbína. Bæði hafa stækkað heil ósköp.

IMG_1573

Á mæðradaginn sjálfan fékk ég hvítar rósir sem höfðu verið faldar í kjallaranum. En daginn áður fékk ég mitt eigið fyrsta GRÓÐURHÚS!! Einmitt akkúrat sem passar á svalir. Híííhíí hvað  þetta er gaman. Ég rauk út með það sama og raðaði inní það því sem var eiginlega alveg að drepast og svo ætla ég að sjá hvort það gerist ekki kraftaverk þarna inni.

IMG_1578

Svalirnar eru síðan þannig að þær eru eitthvað ótrúleag innpakkaðar. Ekki bara er litað gler þarna heldur eru svalirnar fyrir ofan byggðar þannig að þær ná alveg yfir.. þannig að það er eiginlega ekki svo mikið af sól sem kemst ofaní svalirnar, þú sérð, þar sem allar plönturnar eru. Því þarf ég að fá mér eitthvað hentugt til  þess að lyfta þeim uppá, líka til að spara pláss.

Það eru samt byrjaðir að vaxa tómatar, jarðaber, bláber og ég held að allt sem ég sáði hafi núna spírað. Svo spennandi að sjá!