Það verða öll börn að fá myndir af sér. Ég hef tekið óhemju magn af myndum af börnunum. Hef fengið þá snilldar hugmynd að setja hvert ár af þessu bloggi í bók og prenta. Kannski var ég búin að nefna það, en mér gengur hægt í að láta það gerast. Ó svo margt annað sem þarf að gera, eins og að sannfæra sjálfan sig um að “mega” hanga í tölvunni og færa texta og myndir til.

Þannig er náttúrulega að við Bjútíbína erum óaðskiljanlegar, það heldur hún að minnsta kosti. Hún getur ekki séð annað en að við séum öll eitt, hún veit ekki ennþá að hún er hún og ég er ég og að pabbi sinn sé pabbi sinn en ekki hún sjálf. Og hin börnin eru jú alltaf ekkert heima, þau eru í fótbolta úti um hvippinn og hvappinn, í bátsferðum með vinkonum sínum og hér úti í garði að leika sér við nágrannana. Þannig að það eru bara myndir af Bjútíbínu.
DSC_0002

Hún er sem oftast alveg eitur hress. Með spínat lauf í einni og kóríander í hinni. Gott þegar það er ekki mold. Við erum búnar að vera svolítið mikið útá svölum. Svalirnar eru svolítið mín paradís. Mér líður alveg stórvel þar. Voðalega er óheppilegt að ég eigi ekki garð, eða hús úti í skógi. Það kemur einhverntíma.

DSC_0005

Svalapottagarðurinn verður líka fyrir barðinu á myndavélinni, enda finnst mér þetta allt saman svo fallegt. Allt að gerast í öllum pottum.

DSC_0006

Von á helling af jarðaberjum, allavegana ef öll blómin verða að beri. Ekki get ég sagt hið sama um sólberja- og rifsberjarunnana og það eygir bara í þrjú bláber á bláberjarunnanum.

DSC_0009

Hr. Lavender og frú steinselja.

DSC_0016

Garnið aldrei langt undan, ennþá að reyna að láta rúmteppi Sprengjunnar gerast.

DSC_0017

Hangandi sage. Ég ætla að þurrka þessi knippi. Já, það er alveg uppskera strax, það er skú da ánægjulegt.

DSC_0026

Við á svölunum að sinna mikilvægum erindum í tölvunni. Þarna er hún nú eitthvað minna hress blessunin og búin að vera eiginlega bara lasin síðan í gær.

DSC_0028

En svalapottagarðurinn æðislegur. Spurning hvor ég taki fram listræna hæfileika mína og máli þessar gulu fötur í einhverjum meiri töff stíl. Kann einhver á það ef maður ætlar að mála á plast, sem á að þola vatn?IMG_1619

Einhver annar dagur fyrir svolitlu síða, þegar hún var ekki lasin heldur ífærð alltof stórum fötum af föður sínum. Hún var reyndar svo sæt í þeim að ég var ekkert að hafa fyrir því að klæða hana í neitt annað.

IMG_1620

Dísæt alveg.

IMG_1623

Við fórum í göngu númer sjöþúsund um daginn og lentum á þessari götu á Vesturbrú. Þetta fannst okkur svo heillandi að við vorum næstum því búin að ákveða að kaupa alla þessa götu og búa á henni bara tvö. Gúrmei kjötvörusali, ísbúð og blómabúð allt í einni bunu og á svo stuttum kafla að maður varla tók eftir að það yrðu búðaskipti. Hver búð kannski tvö skref. Æðislegt hreint og beint.

IMG_1624

Jámm, búið að vera dulítið heitt og þegar maður er Bjútíbína þá er maður ekkert mikið fyrir að sitja stilltur og vera kjurr… eiginlega bara alls ekki.

IMG_1625

Nú um helgina var komið að því að setja tómataplöntur og paprikuplöntur í stærri potta. Keyptum mold og boruðum göt í föturnar. Reyndar keypti Eiginmaðurinn moldina og boraði götin. Afhverju gerði ég það ekki? Ég nenni ekkert að gera allt hér inni og vil bara að maðurinn minn geri það sem er mannalegt, það er svo heitt nefinlega.

IMG_1626

Ég í mínu elementi. Ég ætti náttúrulega bara að gróðursetja sjálfa mig.

IMG_1629

#Selfie.

IMG_1632

Inni í fína svalagróðurhúsinu  mínu. Þarna er eitt og annað að vaxa, aðallega tómatatré, paprikutré og chilitré. Nú gleymdi ég að merkja hvort var paprika og hvaða tegund af chili er í pottunum og er þegar komin með alltof margar tómataplöntur, hvað á ég eiginlega að gera við þetta?

IMG_1637

Fröken tanngarður og heiti Eiginmaðurinn.

IMG_1640

Fundum lítið sætt bretti og notum það á svölunum. Börn þurfa alltaf að setjast á eitthvað svona. Eins og þrepið við svalahurðina í Afabæ, eða í neðstu tröppu af tröppunum þremur í mÖmmu Lóubæ. Í svo góðri hæð.

Myndaflóðið bara búið, það er aldeilis. Ég mun eyða þessum degi í að laga til á heimilinu, sem og aðra daga og bísnast yfir því hvað hinir í fjölskyldunni eru lélegir að ganga frá eftir sig. En síðan mun ég reyna að hjúkra Bjútíbínu, hún er reyndar temmilega hress akkúrat núna en voðalega rytjuleg greyið.

Gleymi nú varla að taka fram að ég fór í klippingu í gær. HJÁ MÉR SJÁLFRI!! Já. Ég öfundaði hina svo mikið að fá alltaf klippingu hjá mér að ég ákvað að klippa mig sjálf. Það gekk vel og tók ég 10 -15cm af hárinu.. það sér ekki högg á vatni samt.