Eins og fyrr sagði er ég svo upptekin af tímanum, einfölduðu líferni og skömm.. að nú ætla ég að skrifa um skömm.

Verst er að ég veit ekkert hvað ég á að skrifa um skömm, þekki tilfinninguna vel en hef ekki gert neinar vísindalegar rannsóknir. Eins og með tímann, sem ég er einmitt í þann mund að þróa með mér nýtt samband við, þá hef ég líka opnað fyrir að íhuga skömm og hvað skömm er og hvaða áhirf hún hefur.

Í sinni einföldustu mynd er skömm eitthvað sem ég skammast mín fyrir og mögulega í sinni flóknustu mynd stjórnar skömm því sem ég geri dags daglega, þetta er að mínu viti.

Sem dæmi hef ég skammast mín fyrir ótal hluti.

  • Kroppinn minn, eða alveg þangað til fyrir ekkert svo mörgum árum, eiginlega bara frekar mikið fáum árum. Held að þetta sé algengt í fólki. En það þarf ekki skal ég ykkur segja, kroppur er bara kroppur og er fullkominn og gáfaður og ótrúlegt fyrirbæri.
  • Öll mistök sem ég hef gert.
  • Allt sem ég vildi að ég hafði látið ósagt.
  • Að vera haldin ofsafengnum óraunhæfum ótta
  • Margar ákvarðanir sem hafa skipt mig ofsalega miklu máli en mér fundist eins og ég væri að eyðileggja fyrir öðrum, en samt vitað innst inni að ákvörðunin er sú rétta, eins og þessi að flytja aftur hingað út.
  • Þegar ég þurfit að melda mig frá vinnu í gær fyrir þann eymingjaskap (harðstjórinn mættur) að geta ekki gengið af kvölum í fæti. Ég er ennþá með sammara og skammara.
  • að vera hvernig ég er

Ótal mörg atriði sem ég skammast mín fyrir og ég færi bara að gráta efég ætti að telja þau öll upp. En síðasta atriðið, að ég skammist mín fyrir að vera hvernig ég er, tengist að ég held að hafa í langan tíma ekki fundist ég tilheyra eða ekki fundist eins og það væru aðrir þarna úti eins og ég. Hahh.. erfitt að útskýra, enda er enginn eins. Manneskjan á það bara til að vilja samsama sig með einhverjum, eða einhverju, svo hún skilji betur hvað er í gangi.

Ég hef líka í gegnum tíðina átt erfitt með að viðra það sem mig langar að ákveða og framkvæma. Hef alltaf á tilfinningunni eins og hugmyndir mínar muni verða skotnar í kaf og hef þessvegna haft þann háttinn á að segja þá bara ekkert frá.

Ég finn að ég þarf að segja mikið um þetta, en kem ekki almennilega orðum að, það er allt í lagi. Það kemur.

Merkilegt nokk, þá er eins og að á sama stað og skömmin á sér stað, á sköpunarkraftur sér stað. Hún útskýrir það vel hún Brené Brown í ræðu sinni um skömm. Að mínu viti er maður ferlega berskjaldaður þegar maður skapar eitthvað. Hvort það er list eða hönnun eða sitt eigið líf. Ætli það sé þessvegna að mér helst svona illa á því að segja frá því sem ég ætla að framkvæma, því það er partur af því að skapa mitt eigið líf og ég er hrædd við að aðrir dæmi það?

Talandi um að vera hræddur við að aðrir dæmi. Ég held að allir séu það. Ekki pípandi hræddir og ætla bara að hlaupa í burtu, ég held að þetta sé eðlileg tilfinning og að ” mér er sko sama hvað aðrir halda um mig” sé einmitt sagt af þeim sem er aldeilis ekki sama. Það er annað að það hafi ekki áhrif á mann þegar annað fólk segir eitthvað dæmandi. Ég er ekki þar ennþá, mér finnst ennþá óþægilegt að vera dæmd. Ennþá óþægilegra þegar dómarinn er ég.

En að vera berskjaldaður, það er eitt af því sem er mest óþægilegt. Þá er engin vörn, engin brynja. Bara ber sannleikurinn um það hvernig ég er, alveg mjúk að framan. En það fer skánandi, það verður þægilegra og þægilegra eftir því sem maður æfir sig, (æfa, æfa, æfa) meira og meira að vera og gera í hinu sanna sjálfi.

Já, mar!

Þannig