About Gudmundsdottir

Ég get ómögulega ábyrgst að þú ekki farir að gráta því þú hefur fengið svo mikinn aulahroll. Ég get heldur ekki ábyrgst að þú móðgist ekki eða pissir í buxurnar af hneykslan. .. ég ætla að skrifa flestum stundum bara það sem mér er hugleikið þá stundina. Ég hef síðan tröllatrú á því að fólk hafi rétt á, og geri það reyndar ótt og títt, að skipta um skoðun.

NIÐURSTAÐA KVIÐDÓMS

Það var þetta með sjálfsálitsmálið sem er fyrir dómi. Fyrst verð ég að segja að ég hef svo geðveikt gaman af eigin fyndni í þessari lífssögu minni sem ég skrifa um leið og hún gerist (rauntíma sjálfsævisaga), að mér dettur eiginlega ekki í hug að hætta.

Verra að það verður minna um myndir þessa dagana, þar

2015-05-19T12:47:09+02:0011. maí 2011|Categories: Lífið og tilveran|2 Comments

SJÁLFSÁLITSMÁL FYRIR DÓMI

Þeir sem ég vinn með fara í kaffipásu, til að drekka kaffi klukkan 10 og 14. Svona sirka allaveg flesta daga. Ég drekk ekki kaffi og líður eins og þegar ég var hætt að reykja, sem er fyrir að verða alveg 9 árum síðan, þar sem ég sit alltaf ein í deildinni á þessum tímapunktum

2017-01-17T13:55:36+01:009. maí 2011|Categories: Lífið og tilveran|6 Comments

ÖRVERPIÐ ER ARKITEKT

Ég er andsetin af húsnæðisvandamáli mínu. Svona er víst Ísland í dag… allavegana í mínu tilfelli. En Örverpið hinsvegar gerðist arkitekt í leikskólanum Laufásborg og sýndi verknaðinn í Norrænahúsinu um helgina. Yfirskrift sýningarinnar, þá sýningar Laufásborgar sem var á sýningunni List án landamæra, var „Það

2017-01-17T13:55:36+01:008. maí 2011|Categories: Lífið og tilveran|0 Comments

FARIR MÍNAR ÓSLÉTTAR

Já, nei. Ég segi farir mínar sko ekki sléttar. Þær voru að vísu alveg sléttar þar til um klukkan 19:30 í gærkveldi.

Eftir bara aldeilis fínan vinnudag ákvað ég að hjóla í Kringluna til að eiga gæða stund með sjálfri mér í mátunarklefum allra fatabúðanna þar. Það fannst mér gaman og fann ég fullt af flottum

AÐ KOMA HEIM

Það er spes tilfinning að koma heim eftir veru í öðru landi. Augljóst er að við sjáum hér allt í öðru ljósi. Þið vitið, kunnum að meta það sem við kunnum ekki að meta áður. Kunnum ekki að meta það sem við kunnum að meta áður.

2017-01-17T13:55:36+01:0027. apríl 2011|Categories: Lífið og tilveran|0 Comments

FERÐ Á HVAMMSTANGA STRÖND

Ég og skórnir mínir fórum út að ganga í fyrrakvöld. Svo kallaðan Merkurhring, sem allir vita hvað er, sem búa á Hvammstanga, en þar erum við einmitt búin að halda okkur síðan á miðvikudagskvöldið síðasta.

Ég reif að sjálsögðu myndavélina með í þetta geim, en þegar

SKAPAHÁR

Er búin að fara svo oft í sund eftir að ég kom að ég hef séð, þar af leiðandi, gargandi margar píkur. Allskonar píkur. Litlar píkur, stórar píkur, sætar píkur, síðar píkur, faldar píkur og svo hina sívinsælu rökuðu píku. Svo sem ekkert nýtt af nálinni að kvenfólk stundi kynfæra rakstur.

Mismunandi auðvitað  hversu rakað liðið

FERÐASAGAN

Búnglingur og Sprengja.. ekki mikið annað að gera en klæða sig í töffaragallann og lita með systur sinni útí glugga, með útsýni yfir alla Amager(já.. ég sé að það sést ekki á þessari mynd.. það er þarna samt).

Þetta er búið að vera meira ferðalagið. Gengið

ÍBÚÐ ÓSKAST

Hér er rigning og yfir 50 pappakassar bíða eftir að verða færðir til gáms.

Okkur vantar ennþá íbúð, er ekki einhver sem þekkir einhvern sem þekkir jafnvel einn annan sem gæti vitað um einhverja íbúð..í vesturbænum eða miðbænum s.s vesturbæjarmegin við tjörnina?

Við þurfum ekki höll þó svo að ég sé drottningin og sé væntanleg til landsins.

2015-05-19T12:47:05+02:005. apríl 2011|Categories: Lífið og tilveran|1 Comment

HITTUM GARFIELD Í EIGIN PERSÓNU

Vorið er komið í þessu landi. Það er aldeilis frábært! Við nýttum góða verðurspá á laugardaginn og hrúguðumst útá Íslandsbryggju með smálýðinn. Það var eiginlega fullkomið veður því það var nógu hlýtt til að sitja kjur og svo var nógu mikið þoka eða skýjað svo

LISTINN ER LANGUR

Nú fáiði heldur betur að heyra það varðandi hvað ég nenni ekki að pakka niður. Ég vill eiginlega frekar bara sofa. Verst að blessaður svefnsófinn, sem við hvílumst á,  er orðinn svo gargandi lélegur að ég kvíði á hverju kvöldi fyrir að ganga til náða. Mig syfjar samt alveg ótrúlega, samt búin að leggja mig

SVO MARGT NÝTT

Já, svo ótal margt að fara að gerast en ekki búið að gerast, en er í vændum að ég á erfitt með að segja sögur. Ég er í startholunum að byrja að pakka en pökkun hefst á mánudaginn og skulu hafðar hraðar hendur.. annað þýðir ekki, því þá kæmi ég ekki búslóðinni með heim.

Hlakka til

LÖNGU HÆTT Í FÚLASKAPINU

Ég er löngu hætt í fýlunni og skammast mín ekki fyrir fimmaur lengur.

Til tíðinda er þetta helst, en það er að við, hin fimm fræknu, munum flytja á Ísland mun fljótar en gert var ráð fyrir. Eða ég var aldrei búin að gera ráð fyrir neinu sérstöku, en samt.. við erum að horfa á bara

2015-05-19T12:47:05+02:0023. mars 2011|Categories: Lífið og tilveran|0 Comments

SKAMMAST MÍN OG LEIÐIST.

Mér leiðist meira en góðu hófi gegnir. Enda hef ég lítið að gera, sem er í algerri andstöðu við nánast allan minn líftíma.

Svo var ég of góð með mig og þóttist vera eitthvað, þannig að mér bæði leiðist og svo skammast ég mín líka.

Í leiðindunum

2017-01-17T13:55:36+01:0014. mars 2011|Categories: Lífið og tilveran|0 Comments

Bíða

Í alvöru. Mig langar bara að koma strax heim, bara svo ég þurfi ekki að bíða eftir að það muni gerast. Ég ENGIST!!!!  Guð og jesús, hvað er leiðinlegt að bíða.. já og stressandi og loftið fullt af spurningum. Svo margar spurningar að ég get ekki ákveðið hvaða nærbuxur fá að heiðra minn væna afturenda

2015-05-19T12:47:02+02:0013. mars 2011|Categories: Lífið og tilveran|0 Comments

..mót fjallahlíðum háum hleypi éééég..

Þetta þarfnast nú bara sérstakar tilkynningar hér á alnetinu. Búnglingurinn hefur tekið næsta skref að því að verða alvöru úgnlingur. Það staðfestist hér með, svart á hvítu, að hann hefur fengið skó sem ÉG passa í. Nú hef ég löngum, eða síðan ég varð fullvaxta, verið talin með kannski aðeins í stærri kantinum fætur miðað

2015-05-19T12:47:02+02:0012. mars 2011|Categories: Lífið og tilveran|0 Comments

Ég berst á fáki fráum fram á veeeeeg..

Oft þegar ég er spennt þá er ekkert mál að vakna á morgnana. Þess vegna ætti ég eiginlega að vera alltaf spennt. Ég er búin að vera að spekúlera í því dulítið undanfarna daga, svona þegar eitthvað hefur komist að annað en fyrirhugaðir flutningar, afhverju það er þannig að maður hefur sig aldrei í að

2017-01-17T13:55:36+01:0012. mars 2011|Categories: Lífið og tilveran|0 Comments

Sjálfbær III

Ég hef ákveðið að í Sjálfbæ muni ekki vera neinn banki. Íbúar Sjálfbæjar munu ekki þurfa að finnast þeir vera í fjárhagslegu fangelsi þar sem jafnvel tyggjótyggjandi unglömb, sem alist hafa upp við að sofna út frá bíótjaldssjónvarpinu sínu í gullrúminu með nuddið á, tjá vinnandi fólki, sem er bara venjulegt fólk, þú og ég, 

2017-01-17T13:55:36+01:009. mars 2011|Categories: Lífið og tilveran|0 Comments
Go to Top