Í alvöru. Mig langar bara að koma strax heim, bara svo ég þurfi ekki að bíða eftir að það muni gerast. Ég ENGIST!!!!  Guð og jesús, hvað er leiðinlegt að bíða.. já og stressandi og loftið fullt af spurningum. Svo margar spurningar að ég get ekki ákveðið hvaða nærbuxur fá að heiðra minn væna afturenda með nærveru sinni á hverjum degi.

Fyrst var draumurinn þannig að ég myndi eiga einbýlishús, helst á frekar stórri jörð, þar sem ég gæti ræktað allt sem hægt er á Íslandi, á Kjalarnesi.  Þaðan myndi ég nota einhvern samgöngumáta, eigins bíl, strætó.. eða hvað er í boði, til að komast oní Reykjavík til vinnu, vænti ég.  Þessi draumur breyttist eftir að ég áttaði mig á (eða það var heimilisráðandi á Völlunum sem áttaði mig) á því að það kostar faktísk rugl mikið að vera með bíl á Íslandi í dag.

Þá hefur draumurinn breyst í að vilja búa í Vesturbænum mínum fallega. Þar hef ég jú eytt lengstum samfleyttum tíma á minni ævi. Og þá er planið að búa þar s.s og allir stunda vinnu þar í grenndinni. Ég get nefnilega séð að Vesturbærinn er svona kjarnauppbyggður eins og flest hér í Kaupmannahöfn og það kann ég svo sannarlega vel við.

Svo ætla ég að fá mér nýtt hjól. Til að getað hjólað eins og vindurinn (eða með honum) á ferðum mínum um bæinn. Með gula hjálminn að sjálfsögðu.

Elsku Alheimur… plíííís!