Ég er löngu hætt í fýlunni og skammast mín ekki fyrir fimmaur lengur.

Til tíðinda er þetta helst, en það er að við, hin fimm fræknu, munum flytja á Ísland mun fljótar en gert var ráð fyrir. Eða ég var aldrei búin að gera ráð fyrir neinu sérstöku, en samt.. við erum að horfa á bara um það bil 20 daga hér í viðbót.

Nú veit ég að sumir kunni að koma með einhverjar yfirlýsingar eins og að það sé komið vor hér í höfn kaupmanna en ekki í vík reykmanna og hvaða vitleysa þá sé að flytja heim í kreppuna. Fyrir ykkur hef ég bara þrennt að segja:

1. Það er kreppa og niðurskurður allstaðar í heiminum.

2.Vorið kemur líka á Íslandi

3. Síðast en ekki síst tel ég Íslendinga heppna að hafa bara orðið fyrir kreppu og sjálfsálitstjóni en ekki t.d mannfallstjóni og fjárhagstjóni, samfélagstjóni og bara tjóni yfirhöfuð alveg eins og í Japan eða allt sem er að gerast í Lýbíu og þar í kring. Pælum aðeins í því.

Ég hlakka allavegana til að koma heim. Hef óbilandi trú á að þar sé gott að vera, reyndar finnst mér líka stjörnu gott að vera hér, er ég ekki heppin!